<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júlí 19, 2005

Sumarið er tíminn sem maður eyðir EKKI í að blogga. Dreif mig í gospelútilegu um helgina þar sem ég lét mig ekki hafa það að mæta í léttuútileguna helgina á undan sökum anna við að undirbúa ættarmót. Fórum saman þrjár, ég, Gunnsan og Lonni og mættum á svæðið í rigningu og þar voru fyrir tvær systur en önnur þeirra lét sig hverfa af svæðinu síðar um daginn. Svo mætti önnur í viðbót svo samtals vorum við heilar fimm gospelsystur. Grilluðum og sungum og kjöftuðum og um síðir hætti að rigna eins og alltaf í Galtalæk og við áttum bara saman alveg ágætis útilegu.
Og á sunnudaginn tók svo minn kærri hvutti upp á því að láta sig hverfa, fannst svo víst ofar í götunni en hafði í millitíðinni lent hjá hundaeftirlitinu og við máttum gjöra svo vel að leysa hann út fyrir formúu en allir voru glaðir með að fá Nikkann litla heim aftur. Annars ekkert merkilegt að gerast. Kristín mágkona mín á landinu og því mikið um rauðvínsdrykkju og fjölskylduboð og í dag stefna þau á að ganga á Esjuna, en ég læt ekki hafa mig í slíkt...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter