föstudagur, júlí 29, 2005
Við hjónakornin erum í sameiningu búin að setja saman eitt stykki gróðurhús hér í garðinum. Ótrúlega krúttlegt og ég sé alveg fyrir mér þegar ég sit þar inni innan um vínviðinn sem ég var að festa kaup á og alls kyns rósir sem eiga að blómstra jafnfallega og mikið og rósirnar hjá nöfnu minni Sillu Arnórs en hún var með heljarinnar gróðurhús þegar ég var krakki og þar inni var heill ævintýraheimur og allt sumarið voru afskornar rósir í risastóra húsinu hennar. Það var nefnilega svo stórt að Sigrún frænka villtist þar þegar hún þurfti að fara á klósettið og var týnd óralengi eða þar til við Gunna fórum að grennslast fyrir um hvar í veröldinni hún héldi sig allan þennan tíma. Þar voru líka allavega þrír símar sem hægt var að tala í alla í einu og við stunduðum það að hringja í fólk út í bæ og biðja um soninn á heimilinu, sögðum svo: "Ég er miður mín" og aumingja drengurinn þurfti að geta í eyðurnar. Skemmtilegir tímar þessi barnæska.
Fór í dag í smákynningu í nýju vinnuna mína og ætla aftur á morgun. Byrja svo að vinna 8. ágúst og jís...það verða viðbrigði að geta ekki skottast út og suður þegar manni hentar hvenær sem er dags. Ekkert varð því úr útilegu með Gunnsunni en stefnt á næstu helgi ef vel viðrar. Fer aldrei í útilegu um verslunarmannahelgi. Þoli ekki kraðak af ókunnugu fólki í kringum mig. Börnin mín kvarta enn yfir því að hafa ekki farið í léttuútileguna og þá aðallega að hafa ekki komist með Sindra og Sölva í útilegu.
Og tárakirtillinn á hinu auganu á Nikka poppaður út og framundan greinilega önnur 15 þús. kr. aðgerð. Ætla að reyna að fá dýralækninn til að taka þessa tárakirtla í burtu í stað þess að sauma þá aftur. Og hann er svo aumkunarverður greyið svona rauðeygður og þrútinn. Ekki búin að jafna sig á aðgerðinni á hinu auganu sem hann fór í á mánudaginn. Það sem lagt er á þetta litla dýr og hann er að verða svoldið dýr í rekstri þessi garmur. En hann er líka sætasti hvuttinn hér á kársnesinu og þó lengra væri leitað...
Fór í dag í smákynningu í nýju vinnuna mína og ætla aftur á morgun. Byrja svo að vinna 8. ágúst og jís...það verða viðbrigði að geta ekki skottast út og suður þegar manni hentar hvenær sem er dags. Ekkert varð því úr útilegu með Gunnsunni en stefnt á næstu helgi ef vel viðrar. Fer aldrei í útilegu um verslunarmannahelgi. Þoli ekki kraðak af ókunnugu fólki í kringum mig. Börnin mín kvarta enn yfir því að hafa ekki farið í léttuútileguna og þá aðallega að hafa ekki komist með Sindra og Sölva í útilegu.
Og tárakirtillinn á hinu auganu á Nikka poppaður út og framundan greinilega önnur 15 þús. kr. aðgerð. Ætla að reyna að fá dýralækninn til að taka þessa tárakirtla í burtu í stað þess að sauma þá aftur. Og hann er svo aumkunarverður greyið svona rauðeygður og þrútinn. Ekki búin að jafna sig á aðgerðinni á hinu auganu sem hann fór í á mánudaginn. Það sem lagt er á þetta litla dýr og hann er að verða svoldið dýr í rekstri þessi garmur. En hann er líka sætasti hvuttinn hér á kársnesinu og þó lengra væri leitað...
Comments:
Skrifa ummæli