<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, ágúst 28, 2005

Eitthvað er tölvan min að stríða mér, netið dettur inn og út og Jánsinn búinn að skanna allt og enginn vírus eða ormur finnst og nú er það eina sem honum dettur í hug er að hreinsa allt út og setja windows inn aftur. Er ekki bara hreinlegra að kaupa handa mér nýja tölvu, ha...
Fór í afmæli Margrétar xfomma og Mr. P í gær á Hótel Borg. Skemmtilegt og ótrúlega mannmargt afmæli og Léttsveitin jók hróður sinn enn og aftur eftir söng í tveimur fimmtugsafmælum.. Drakk of mikið af léttvíni og er nú komin í vínbindindi fyrir utan það að ég ætla að halda áfram að fá mér eitt rauðvínsglas fyrir svefninn. Sef svo asskoti vært af því.
Föstudagurinn var ekki minn dagur, vaknaði 10 mínútum áður en ég átti að vera mætt í vinnu og var varla vöknuð þegar þangað kom. Kom ekki of seint en var ekki alveg í essinu mínu. Dagurinn byrjaði á því ég var sett í það verkefni að skjóta út bæklingum. Hef aldrei gert það í tölvu en hefði farið létt með það að líma þetta upp. Og allur dagurinn fór í þetta og ég var komin með tvo hjálparkokka sem ekki vissu meira en ég. Og dagurinn leið án þess að við næðum réttri niðurstöðu og ég bara er ekki að meika það að geta ekki gert það sem fyrir mig er lagt. Og draumfarir helgarinnar hafa verið meira og minna um þetta. Er reyndar komin á þá skoðun að ég hafi gert þetta rétt strax í upphafi en farið síðan út í það að flækja málið óþarflega mikið og allt fór í vitleysu. Vonandi leysist þetta á morgun.
Er á leið út að borða í kvöld með Maríu og Arne og það verður gott og afslappandi að eiga kvöldstund með þeim. Luv ðem tú písis.
Og lúsin neitar að yfirgefa þetta heimili og hefur ákveðið að halda til endalaust í hári Katrínar. Í mínu hári hefur hún engan áhuga á að vera enda er það uppfullt af allskyns kemískum efnum sem lúsin fúlsar við.
Og í gær lagðist ég í sultugerð, bjó til bæði sólberjasultu og rifsberjahlaup og nú ætla ég að gera pestó úr basilinu sem hefur lifað góðu lífi í eldhúsglugganum í sumar. Og svei mér ef berin eru ekki nánast búin að trjánum. Pabbi hefur fengið það hlutverk ár eftir ár að tína fyrir mig og þó karlanginn eigi orðið erfitt með að standa mikið lætur hann sig hafa það, enda veit hann að hann fær nokkrar krukkur af sultu fyrir viðvikið.
Og það er komið haust held ég. Ótrúlegt hvað sumarið einhvern veginn flaug frá án þess að ég yrði þess var.
Og nú er ég komin með flottast þakið hér á Kársnesinu. Algjör snilld og ég gæti held ég eytt löngum tíma upp á þaki að horfa á herlegheitin. Og næsta verkefni er að ráðast í að mála og parketleggja herbergið niðri og flytja Rúskuna þangað og eftir það koma herbergjunum þremur uppi í tvö og deila Trínunni og Trillanum í þau. En nú er mál að linni að sinni og beint í þvottahúsið í óhreinataushrúguna...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter