fimmtudagur, ágúst 11, 2005
Eitthvað misreiknaði ég mig um nokkra þúsundakalla sem ég hélt að kosnaðurinn við þakið á kotinu myndi hækka um. Hefi frekar átta að reikna með einhverjum hundrað þúsund köllum því áætlaður kostnaður við að einangra þakið almennilega eru 700 þús. Úff og púff, eins gott að mín er komin með vinnu þó það taki mig einhverja mánuði að vinna fyrir þessum þúsundum öllum. En við verðum að gera þetta og bara bíta í það súra eða þá að flytja í gróðurhúsið þegar rignir.
Og forvitnar léttur vilja vita meira um moggamenn. Jú, fékk bréf frá blaðakonu á mogganum, sem er reyndar skólasystir Hrundar, og hún var að safna lasagna uppskriftum úr ýmsum áttum og vildi fá leyfi til að nota mína sem er á heimilisvefnum sem ég gaf henni góðfúslega leyfi til. En nú vill hún fá að taka við mig viðtal, taka myndir af mér að elda þetta fína lasagna í mínu eldhúsi og fá aðeins sögu uppskriftarinnar og ég eiginlega veit ekki hvort ég er tilbúin í slíkt. Svo þetta er sagan af moggamönnum.
Annars allt glimrandi skemmtilegt þessa dagana og gaman að fíla nýja vinnu og alles...
Og forvitnar léttur vilja vita meira um moggamenn. Jú, fékk bréf frá blaðakonu á mogganum, sem er reyndar skólasystir Hrundar, og hún var að safna lasagna uppskriftum úr ýmsum áttum og vildi fá leyfi til að nota mína sem er á heimilisvefnum sem ég gaf henni góðfúslega leyfi til. En nú vill hún fá að taka við mig viðtal, taka myndir af mér að elda þetta fína lasagna í mínu eldhúsi og fá aðeins sögu uppskriftarinnar og ég eiginlega veit ekki hvort ég er tilbúin í slíkt. Svo þetta er sagan af moggamönnum.
Annars allt glimrandi skemmtilegt þessa dagana og gaman að fíla nýja vinnu og alles...
Comments:
Skrifa ummæli