<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Þá er ég orðin útivinnandi kona og bara kann vel við það. Lítur allt út fyrir að vera hin skemmtilegasta vinna, hentar mér ágætlega að fara úr einu í annað og samstarfsfólkið mestmegnist ungir og sætir drengir sem er svo sem ekkert verra.
Og bílamálin mín komin á hreint, hætti við að fá mér Subaru Impreza og ætla að vera skynsöm og fá mér minni og sparneytnari bíl og fæ nýjan Toyota Yaris afhentan klukkan níu á föstudagsmorgun. Aljgör konubíll og kemur til með að passa mér vel. Svo er að bara að sjá hvort ég kemst leiðar minnar í vetur ef snjóar.
Og nú eru hér karlar á þakinu og undir bárujárninu kemur enn annað fúskið á þessu húsi, lítil sem engin einangrun í þakinu og trúlega verður að bæta úr því og milljónin hækkar um einhverja þúsundkalla við það. Ótrúlegt hvað karlanginn sem byggði þetta hús hefur verið að spara og það í sínu eigin húsi. Fyrr má nú aldeilis fyrrvera. Og öllu reddað eftir einhverjum undarlegum leiðum. T.d. þegar sjónvarpssnúran af þakinu inn í húsið var ónýt var bara múrað yfir gatið og eins er með nokkur stykki lampatengi sem eiga að vera hér í veggjum. Bara múrað yfir þau enda fyrri eigandi hússins múrari.
En nú ætla ég að reyna aðeins og pínulítið að laga til og velta því fyrir mér hvort ég eigi að elda lasagna fyrir moggamenn...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter