<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, ágúst 05, 2005

Ég og sonurinn alein í kotinu ásamt Nikka og Doppu. Minn ektamaki gekk á fjöll í dag ásamt bróður sínum, syni hans og frænda nánar tiltekið yfir Esjuna og mér skilst að það hafi verið hvasst á fjöllum. Stelpurnar nenntu ekki að ganga en fóru með Halla á Sand og þar átti að snæða kétsúpu og gista svo í nótt. Ég hef einu sinni afrekað þessa fimm tíma göngu yfir Esjuna og hét því eftir þá ferð að ég færi ekki í fleiri fjallgöngu og hef staðið við það án nokkurra erfiðleika. Hef verið að passa barnabarnið þessa viku því nú er mammsan hennar byrjuð að vinna. Og svo byrja ég að vinna á mánudaginn...obbobbobbb...Og ég pantaði mér nýjan bíl í dag en er strax komin með bakþanka yfir því. Veit ekki hvort ég meika það að keyra um á splunkunýjum bíl sem kostar allt of mikið af peningum. Gæti alveg gert eitthvað annað fyrir mismuninn ef ég keypti eldri og ódýrari bíl..hmm...En við ræðum þetta betur hjónin yfir rauðvínsglasi í nýja gróðurhúsinu...þegar hann kemur af fjöllum...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter