<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Það rignir í stofunni hjá mér og drippar ofan á allar uglurnar mínar. Þakkarlinn ætlar að reyna að koma í vikunni og vonandi gengur það eftir. Annars erum við í slæmum málum ef heldur áfram að rigna. Og Nikkin þarf að komast aftur undir læknishendur út af augunum á sér. Blessaður karlinn, óttalega aumkunarverður svona og vonandi kemst hann í aðgerð hið fyrsta. Klipping og strípur á morgun og Rúskan verður að passa Rakelina á meðan. Dundý byrjar að vinna á morgun og amman passar þessa vikuna og svo fer amman að vinna!!
Gróðurhúsið ótrúlega krúttlegt í garðinum og við hjónakornin stefnum á að gefa okkur tíma á hverju kvöldi, sitja úti í gróðurhúsinu og dreypa á rauðvíni við kertaljós. Okkur veitir ekki af örlítilli rómantík í amstri dagsins.
Og í þessari viku á að gera tilraun til að kaupa nýjan bíl svo Dundý geti fengið þann bláa. Málið er bara að minn heittelskaði gefi sér tíma frá vinnu til að leita að nýjum bíl. Og ég sé í botninn á óhreinatauskörfunni. Spurning hvað það stendur lengi...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter