<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, ágúst 21, 2005

Var að passa Rakel Silju í gær og var meira að segja með hana í nótt. Svo ekkert varð úr menningarnæturrápi þetta árið. En það gerði ekkert til. Rakelin einstaklega skemmtileg og ég fann þriðju tönnsluna hennar og skulda henni því orðið stórfé í tannfé. Fann líka tönnslu nr. 2. Held svei mér þá að mammsan hennar leiki sér að því að finna ekki í barninu tennurnar og lætur ömmurnar algjörlega um það. Og sú stutta svaf eins og ljós í alla nótt, rumskaði kannski tvisvar sinnum en það er nú bara eðlilegt og gott að halda ömmunni við efnið.
Einhverra hluta vegna næ ég ekki að gera neitt á meðan ég er að passa blessað ömmubarnið. Skil ekki alveg hvernig ég fór að með þrjú smábörn hér í den, nema allt hafi bara verið í skít og drullu á þessum árum. En ég tók á honum stóra mínum og skúraði og ryksugaði og nú er hér allt spik og span, nema ég þarf að ganga frá þvotti en það er nú ekkert stórmál.
Og svo byrjar skólinn hjá krökkunum á morgun og við tekur heimalærdómur og snemma í rúmið og snemma á fætur. Undarlegt hvað sumarið flýgur frá manni og er liðið áður en maður veit af. Þarf að drífa í að dobbla pabba að tína eitthvað af rifsinu og Léttur þið eruð velkomnar í tínslu ef ykkur langar. Bara hafa samband. Af nógu er að taka.
Og elsku Jóhanna, til hamingju með litlu sætu ömmustelpuna og velkomin í hóp okkar amma...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter