<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, september 17, 2005

Þegar ég var algjörlega að gefast upp á að finna myndir af stjórnum Léttsveitarinnar í upprunaformi og ég var um það bil að þurfa að sætta mig við að minn ástkæri eiginmaður hefði þurrkað út hluta úr lífi mínu þegar hann strauaði diskinn á tölvunni ákvað ég að athuga hvort ég kæmist ekki inn á sleðadrifið í tölvunni hjá krökkunum og húrra þar hafði ég komið fyrir hinu ýmsasta bakköppi og þar á meðal minni kæru Léttsveit. Og þar var allavega eitthvað frá árinu 2004 sem ég hélt að væri týnt og tröllum gefið. Það er alltaf gott þegar svona vel hleypur á snærið hjá manni, ég segi nú ekki meira.
Rúskan ætlar að halda upp á afmælið sitt í kvöld með slípóver og veseni og helst vill hún að gamla settið yfirgefi svæðið. Já, lífið er stundum flókið þegar maður er orðinn fjórtán ára. Allt verður að vera pottþétt og meyjusindrómið í algleymingi.
Fór með Gunnsunni og hennar spúsa og mínum líka að sjá Alveg brilljant skilnaður. Hló mig máttlausa og skemmti mér konunglega. Ég segi það enn og aftur verð að fara að drífa mig oftar í leikhús. Annars allt við það sama og dagarnar fljúga hjá og eru liðnir áður ég get snúið mér við...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter