<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, september 14, 2005

Hverjum hefði dottið í hug að ég mynd blogga svona snemma morguns en svona er nú komið fyrir mér eftir að ég varð vinnandi manneskja. Upp fyrir allar aldir, og svei og svei. Dásamlegt að byrja kórstarfið, hitta allar þessar ljúfu og skemmtilegu konur sem í Léttsveitinni eru og spennandi kórastarf framundan og Kúba í vor. Algjört æði, skæði.
Kaffivélin á verkstæði en kemur vonandi heim til sín í kvöld. Slæmt líf án hennar verð ég að segja. Og nú verður minjanefndin að taka á honum stóra sínum og setja upp afmælissýninguna sem opnast skal næsta þriðjudag. Allt á fullu í þeim undirbúningi. Frumsýningu frestað en vonandi verður hún fyrir tannuppskurðinn minn sem er 19. okt. Þá á að taka barnatönnina mína góðu og setja einhverjar festingar svo hægt verði að tosa fullorðinstönnina niður. Úff, verð að segja að þetta er ekki spennandi kostur í stöðunni en trúlega sá skársti. Upp og gó í vinnuna...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter