<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, september 07, 2005

Komin með nýja tölvu...jej...kom í hús í dag og nú er bara að hlaða inn á hana gamla dótinu..nema spúsinn eyddi Léttsveitinni út af diskinum og ég á ekki backup nema frá júlí 2003...ansans ári..kannski finn ég eitthvað á öðrum diskum...vonandi.
Annars allt í þessu fína...ætti að vera löngu komin í rúmið...en ákvað að setja í uppþvottavélina og skoða póstinn minn áður en ég legðist í fleti. Sá aðeins ömmubarninu mínu bregða fyrir í dag. Hún er svo mikil rúsína, komin með fimm tennur og heilsar ömmunni með því að bíta hana í hökuna. Algjörlega ómótstæðileg og svo getur hún núna sýnt hvað hún er stór, vinkar og segir bæ bæ, klappar saman lófunum, skríður um allt og stendur upp við hvað sem er og náði meira að segja að skríða upp stigann úr kjallaranum. Dugleg stúlka og algjör knúsbolti...Og nú í bólið og vinna á morgun með öllu stressi sem því fylgir. Gott að vera aftur orðin gjaldgeng á vinnumarkaði...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter