<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, september 21, 2005

Létt æfing og síðan afmælissýning á 10 ára afmæli Léttsveitar. Ákveðið spennufall eftir að koma þessu upp og bara nokkuð vel heppnuð og sæt sýning hjá okkur stelpunum í minjanefndinni. Alveg hægt að týna sér næstu þriðjudaga í myndaalbúmafletti og upprifjun á yndislegum 10 árum. Og svo á sveitin annað afmæli á fimmtudaginn en þá eigum við 5 ára sjálfstæðisafmæli. Alltaf gaman að eiga afmæli. Og nýjar konur teknar inn í kvöld og bæði Gunnsan og GunnaAx orðnar léttur. Gunna byrjaði reyndar í upphafi en fluttu svo af landi brott. Gaman að fá hana í kórinn og Gunnsan mín komin á réttan stað til frambúðar.
En nú er bara að koma sér í svefn, ekkert meira að plasta eða prenta út eða muna eftir að taka með sér eldsnemma á morgnana. Svo ég segi bara góða nótt með gleði í hjarta yfir því að vera hluti af því dásemdarfyrirbæri sem Léttsveitin er...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter