sunnudagur, september 04, 2005
Maðurinn minn er svoldið utan við sig þessa dagana og viðurkennir loksins að hann geti bara gert einn hlut í einu. Tölvan mín ekki að virka og hann lætur mig færa allt af öðru drifinu yfir á hitt svo hann geti strauað diskinn en fyrst ætlaði hann að þjappa minni diskinn svo ég gæti fært öll gögn af stærra drifinu yfir á það minna. Og ég auðvitað geri eins og mér er sagt og svo strauar hann stóra drifið, halló...og nú veit ég ekki hversu mikið af gögnum ég var ekki búin að taka backup yfir á diska en aðalástæðan fyrir því að ég var að færa gögnin yfir var til að koma öllu iTunes dótinu yfir á þann disk sem hann ætlaði "EKKI" að straua. Allar plöturnar mínar voru á iTunes og nú eru þær allar komnar í ruslið og ég þarf að setja þær allar inn aftur þegar ég fæ nýja tölvu. Það eina góða sem hefur fengist út úr öllu þessu veseni með tölvuna mína er að Jánsinn viðurkenndi loksins að hann það virkar aðeins ein rás í heilanum á honum í einu sem sýnir og sannar að hann hlýtur að vera sannur karlmaður.
Er loksins á leiðinni að mála herbergið niðri fyrir Petru og það væri ansi gott ef hún gæti ákveðið hvaða lit hún ætlar að hafa á því, en þegar Rúskan hefur of mikið val getur ansi langur tími farið í að komast að hinni einu sönnu réttu niðurstöðu því eins og allar meyjur verður allt að vera fullkomið. Það hefði verið ágætt ef fullkomnunargenið hefði komið fram í því að halda hreinu í kringum sig en að því leyti eru þau meyjarfeðgin nákvæmlega eins, er nokk sama hvort allt er í skít og drullu þó þau hafi alltaf á því skoðanir hvernig á að líta út undir skítnum og drullunni.
Og það er greinilega komið haust, laufin farin aðeins að breyta um lit og veðrið dásamlegt gluggaveður, reyndar ekkert kalt að mínu mati en það skal haft í huga að termóstadið í líkamanum breytist með aldrinum, hmmm....
Er loksins á leiðinni að mála herbergið niðri fyrir Petru og það væri ansi gott ef hún gæti ákveðið hvaða lit hún ætlar að hafa á því, en þegar Rúskan hefur of mikið val getur ansi langur tími farið í að komast að hinni einu sönnu réttu niðurstöðu því eins og allar meyjur verður allt að vera fullkomið. Það hefði verið ágætt ef fullkomnunargenið hefði komið fram í því að halda hreinu í kringum sig en að því leyti eru þau meyjarfeðgin nákvæmlega eins, er nokk sama hvort allt er í skít og drullu þó þau hafi alltaf á því skoðanir hvernig á að líta út undir skítnum og drullunni.
Og það er greinilega komið haust, laufin farin aðeins að breyta um lit og veðrið dásamlegt gluggaveður, reyndar ekkert kalt að mínu mati en það skal haft í huga að termóstadið í líkamanum breytist með aldrinum, hmmm....
Comments:
Skrifa ummæli