<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, september 11, 2005

Mér verður eitthvað afskaplega lítið úr verki þessa dagana. Reyndar eru dagarnir afskaplega stuttir síðan ég fór að vinna, allavega sá hluti dagsins sem ég get sinnt þessu blessaða heimili mínu. Börnin mín ganga svoldið um eins og svín, taka aldrei til eftir sig svo eftir viku án þess að taka til er svoldið mikið drasl. Byrjaði aðeins að mála niðri herbergið sem Petra er að flytja í en er ekkert voðalega mikið í stuði til þess að mála. Milljón aðrir hlutir sem ég vildi vera að gera eins og það að dúlla mér í minni nýju tölvu og svona. Og auðvitað ætti ég að vera löngu sofnuð en ég svaf svoldið frameftir í morgun og byrjaði daginn seint. Stelpurnar í Laugarnesinu kíktu aðeins við og sú minnsta svoldið kvefuð en dúlla samt. Þær fóru svo á Selfoss að heimsækja afann og langarafann. Og María kíkti hér við í dag brún og sællæg nýkomin frá Spáni í annað sinn í sumar. Alltaf gott að hitta hana. Gaf henni aðeins að smakka mitt sérheimalagaða pestó sem er bara algjörlega að slá í gegn hér á heimilinu. Verst að basilikkutíminn er nánast á enda. En best að drífa sig í ból og reyna að vakna á skikkanlegum tíma og halda áfram að mála og þrífa og þvo þvott og elda mat og leika í stelpunum og svona...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter