þriðjudagur, október 04, 2005
Algjörlega er það ferlegt hvað ég get hangið í þessari tölvu. Er að gera heimasíðu hljómsveitar eins vinnufélaga míns og ég þoli ekki þegar hlutirnir ganga ekki upp. Og nú er klukkan löngu orðin miðnætti og hér sit ég enn. Það ætti nú að nægja mér að sitja við tölvuna allan daginn í vinnunni en nei ó nei. Kem heim, elda eitthvað afar fljótlegt og svo beint í tölvuna. Ætlaði nú reyndar að skella mér í peysuframleiðslu, keypti lopa og ætla að vera voða dugleg að prjóna eina svona lopapeysu eins og allir verða að eiga í dag og aðra á Rúskuna. Katrín ekki eins innvikkluð í tískuna og veit ekki hvað stutt, rennd lopapeysa er hvað þá meir. Svo á það bara eftir að koma í ljós hversu prjónóð ég verð.
Annars bara allt í jolli fíling þó ekki hafi ég druslast til að mála loftið, hvorki í gær né kvöld. Ferðalagið austur í Vík svona la la. Leiðsögumaðurinn í njáluferðinni hvorki fugl né fiskur og eiginlega af slakur þegar maður hefur Túra klúra sem viðmið. Og maturinn á Hótel Höfðabakka skárri en af sjálfdauðu rollunni sem við Léttur fengum í Munaðarnesi forðum en heldur ekki meira en það. Og það rignir greinilega á fleiri stöðum á landinu en í henni Reykjavík. En Vík má eiga það að þetta er með fegurri bæjum jafnvel í rigningu. Og Sigrún...ættartalið er á kommentinu á eftir þér. Ég er algjörlega ótrúlega fróð í þessum ættum mínum og eftir að hafa flett Íslendingabók hef ég allavega komist að því að við erum skyldar Maríu og Bimbu í fimmta lið frá Helluættinni. Og ég er fegin að ég er ekki lögst í þetta súdokú eða hvað það nú heitir...ég mundi þá ekki gera neitt annað...og svo þarf ég að fara að skrifa á krónikkuna og hvetja konur að mæta í gala og alles á frumsýninguna...
Annars bara allt í jolli fíling þó ekki hafi ég druslast til að mála loftið, hvorki í gær né kvöld. Ferðalagið austur í Vík svona la la. Leiðsögumaðurinn í njáluferðinni hvorki fugl né fiskur og eiginlega af slakur þegar maður hefur Túra klúra sem viðmið. Og maturinn á Hótel Höfðabakka skárri en af sjálfdauðu rollunni sem við Léttur fengum í Munaðarnesi forðum en heldur ekki meira en það. Og það rignir greinilega á fleiri stöðum á landinu en í henni Reykjavík. En Vík má eiga það að þetta er með fegurri bæjum jafnvel í rigningu. Og Sigrún...ættartalið er á kommentinu á eftir þér. Ég er algjörlega ótrúlega fróð í þessum ættum mínum og eftir að hafa flett Íslendingabók hef ég allavega komist að því að við erum skyldar Maríu og Bimbu í fimmta lið frá Helluættinni. Og ég er fegin að ég er ekki lögst í þetta súdokú eða hvað það nú heitir...ég mundi þá ekki gera neitt annað...og svo þarf ég að fara að skrifa á krónikkuna og hvetja konur að mæta í gala og alles á frumsýninguna...
Comments:
Skrifa ummæli