<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, október 01, 2005

Enn ein vikan í lífi mínu liðin og mér finnst hafa verið föstudagur bara í gær. Kom því þó í verk í gær eftir vinnu að klára að mála veggina í herbergi Rúskunnar og nú er loftið eftir. Geri það kannski á sunnudaginn eða bara mánudaginn.
Er á leið í örlitla helgarferð með vinnunni hjá Jánsinum. Stefnt á Hvolsvöll og á mínar ættarslóðir, þ.e. Keldur á Rangárvöllum. Gist á hóteli rétt hjá Vík í Mýrdal og borðað og djammað og svo heim á sunnudaginn þegar efni og aðstæður leyfa. Foreldrar mínir ætla að passa grísina og grísirnir passa Nikulás því ekki getur hann verið einn heima anginn sá.
Dundý og Di á Snæfellsnesi og litla skjóðan hjá pabba sínum. Og svo ætla ég að fá hana lánaða eina nótt um næstu helgi. Sakna hennar að sjá hana ekki alla vikuna stundum.
Brjálað að gera í vinnunni og ótrúlegt stress sem fylgir því að vera í þessu smáprenti. Ótrúlegt hvað sumir kúnnar er egósentrískir og einir í heiminum. Getur verið að við Íslendingar séum að verða ókurteisasta þjóð í heimi. Allavega veltur maður ekki um hamingju hjá sumum og eigum við þó heimsmet í hamingju hvernig svo sem hún er mæld.
Er algjörlega búin að þrífa hér hátt og lágt. Ekki hægt að bjóða nokkrum manni að vera hér í þeim skít og drasli sem er hér oft og tíðum.
Og svo læt ég fylga hér ógisslega krúttleg ljóð sem ég fékk í korti einhvern mæðradaginn frá börnunum mínum.

...Ef dropi væri fegurð
þá værir þú við hafið.

Ef ljósgeisli væri ást
þá værir þú sólin okkar.

Ef snjókorn væri söknuður
þá liði okkur eins og jöklum
í hvert sinn sem þú ert í burtu...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter