mánudagur, október 10, 2005
Það er með ólíkindum hvernig fólk sem kemur inn í Samskipti heldur sig Palla einan í heiminum og fyrirtækið og allir þess starfsmenn séu þarna einungis til að þjóna þessum eina Palla. Allt þarf að gerast helst í gær og fólk horfir á mann í forundran þegar maður segir að því miður geti þetta ekki verið tilbúið fyrr en eftir ca. tvo tíma. Ha...ég má ekki vera að því að bíða eftir því...
Þessi dagur var akkúrat svona, tómir Pallar sem litu við og ég komst ekki einu sinni í mat og var ekki komin heim til mín fyrr en um sjö. Eins gott að morgundagurinn verði ekki svona því þá ætla ég að hætta kl. 4 svo ég verði fín og sæt á frumsýningu Kórsins því ég ætla sko ekki að mæta í lopapeysunni.
Og talandi um lopapeysur. Mín bara farin að prjóna aftur eftir margra ára hlé og svei mér ef þetta er ekki bara ennþá ljómandi skemmtilegt. Og í huganum prjóna ég lopapeysur á allar kerlingar í stórfjölskyldu minni og John. Tilvalin jólagjöf og ekki langt til jóla svo eins gott að halda sig við efnið. Læt mér nú samt nægja að klára þá fyrstu kannski fyrir æfingabúðir um næstu helgi.
Reyndar ætla ég snemma í rúmið í kvöld eða það er allavega planið en þau plön geta svo sem fokkast upp eins og öll mín plön undanfarið.
Var eiginlega druslulasin um helgina og ætlaði jafnvel að slaufa því að fá Rakelina í heimsókn en skipti svo um skoðun og hún var algjörlega eins og ljós á ömmunni sinni, svaf alla nóttina, sofnað um átta og vakti svo ömmuna fyrir allar aldar rétt rúmlega sjö. Og ég er ansi hrædd um að ég þurfi að fara að færa eitthvað til hér á bæ því sú stutta er út um allt, skríður upp stígann og ætlar svo niður aftur með hausinn fyrst.
Og í morgun var ég á báðum áttum með að fara í vinnuna en lét mig svo hafa það og kannski eins gott því Robbi komin með konuna á fæðingadeildina svo enginn til að taka smáprentið á meðan hann er í burtu nema ég.
En núna, akkúrat núna ætla ég að tékka á því hvort ég get glápt á eitthvað í sjónvarpinu og slappað af ef börnin mín láta í friði í smástund...
Þessi dagur var akkúrat svona, tómir Pallar sem litu við og ég komst ekki einu sinni í mat og var ekki komin heim til mín fyrr en um sjö. Eins gott að morgundagurinn verði ekki svona því þá ætla ég að hætta kl. 4 svo ég verði fín og sæt á frumsýningu Kórsins því ég ætla sko ekki að mæta í lopapeysunni.
Og talandi um lopapeysur. Mín bara farin að prjóna aftur eftir margra ára hlé og svei mér ef þetta er ekki bara ennþá ljómandi skemmtilegt. Og í huganum prjóna ég lopapeysur á allar kerlingar í stórfjölskyldu minni og John. Tilvalin jólagjöf og ekki langt til jóla svo eins gott að halda sig við efnið. Læt mér nú samt nægja að klára þá fyrstu kannski fyrir æfingabúðir um næstu helgi.
Reyndar ætla ég snemma í rúmið í kvöld eða það er allavega planið en þau plön geta svo sem fokkast upp eins og öll mín plön undanfarið.
Var eiginlega druslulasin um helgina og ætlaði jafnvel að slaufa því að fá Rakelina í heimsókn en skipti svo um skoðun og hún var algjörlega eins og ljós á ömmunni sinni, svaf alla nóttina, sofnað um átta og vakti svo ömmuna fyrir allar aldar rétt rúmlega sjö. Og ég er ansi hrædd um að ég þurfi að fara að færa eitthvað til hér á bæ því sú stutta er út um allt, skríður upp stígann og ætlar svo niður aftur með hausinn fyrst.
Og í morgun var ég á báðum áttum með að fara í vinnuna en lét mig svo hafa það og kannski eins gott því Robbi komin með konuna á fæðingadeildina svo enginn til að taka smáprentið á meðan hann er í burtu nema ég.
En núna, akkúrat núna ætla ég að tékka á því hvort ég get glápt á eitthvað í sjónvarpinu og slappað af ef börnin mín láta í friði í smástund...
Comments:
Skrifa ummæli