<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, október 18, 2005

Ég á ekki að ná að klára þetta blessaða loft í herbergi Rúskunnar fyrir jól. Ætlaði sko aldeilis að gera það í kvöld en eitthvað breyttust þau plön. Var í fyrsta lagi að vinna til sjö, held ég verði að koma mér á róandi til að halda sæmilegum sönsum í þessari vinnu minni. Það var aldrei að ég fór aftur út á vinnumarkaðinn að lenda í svona stressi. Reyndar vinn ég ágætlega undir álagi en fyrr má nú aldeilis fyrrvera. Komst í mat um hálf þrjú í dag...sussussusss....
Og svo stóð okkur til boða að fara á námskeið hjá endumenntun HÍ í popptónlist og ákvað bara að skella mér þar sem þetta var nú í Salnum í Kópavogi, bara rétt við bæjardyrnar. Og þetta var bara ferlega skemmtilegt námskeið hjá Jóni (Ólafssyni) og svo var Valgeir Guðjóns gestur eftir hlé. Og þess vegna varð ekkert úr máleríi hér á bæ. En það kemur dagur eftir þennan dag.
Og nú verður maður að leggjast í það að selja klóara og húsbréf til vina og ættingja svo maður komist frítt í heimsóknina til Kastró. Verra að koma út jólatrjám, allir með gervidruslur í sínum stofum á jólum, en það mun verða seint eða aldrei að ég fái mér plasttré made in usa eða china. Ég ólst upp við gervitré og vil bara fá ilminn af normannsþin hér um jólin. En ég mun gera mitt besta að koma léttum klóara inn á sem flest heimili þó megnið af því endi nú trúlega hér í klósettinu. Hér er nóg af rössum að skeina og einn pakki með 24 rúllum rennur hér niður á stuttum tíma.
En nú ætla ég að koma mér í rúmið svo ég verði fersk í fyrramálið og haldi út vinnudaginn og svo kóræfingu annað kvöld...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter