laugardagur, október 22, 2005
Halló, halló er ekki alveg í lagi með mig. Löngu komin á fætur og það er laugardagsmorgunn. Búin að lesa Moggann spjaldanna á milli og Fréttablaðið á netinu. Það kemur aldrei hér inn um lúguna fyrr en um hádegisbil um helgar ef það kemur yfirleitt. Og búin að taka úr þvottavél og setja í aðra, brjóta saman þvott og stabbla í fimm bunka og er á leiðinni með þetta allt saman í skápa. Og svo er ég að hafa mig í að mála loftið hjá Rúskunni svo Jánsinn geti byrjað að parketleggja. Vaknaði í sófanum í morgunn um hálf átta eftir að hafa sofnað út frá sjónvarpinu. Já það er ekki mikið hjónalífið hér á bæ tveimur dögum fyrir tveggja ára brúðkaupsafmæli sem er nk. mánudag á kvennafrídaginn.
Fór í gær með goddaslegtinu á rússneskan baritón ásamt dúndrandi rússneskri hljómsveit í Salnum hér í Kópavogi. Rúskan fór fyrr um daginn með skólanum en Trínan og Snallinn ásamt Beggó komu með og voru einu börnin í salnum. Skemmtu sér svona og svona en höfðu gott af. Allir aðrir í skýjunum yfir þessum líka fína söngvara og hljóðfæraleikararnir ótrúlega flottir og skemmtilegir. Það tók mig nú reyndar svoldinn tíma að venjast andlitinu á baritóninum, virkaði eins og hann væri tannlaus og gat geiflað á sér andlitið líkt og Þröstur Leó, en söng alveg hreint ljómandi vel.
Og goddverjar komu í kaffi og með því (koníak) á eftir. Skemmtilegt kvöld. Litlar undirtektir hjá tengdó um að kaupa af Léttum þriggja laga prinsessupappír en ég verð bara að ræða klóaramálin betur. Tengdamamma vill bara mjúkt á sinn botn.
Síðustu tveir dagar í vinnunni bara mátulega hektic og ég hef komist heim til mín á mannsæmandi tíma og ekki þurft að reita hár mitt yfir brjáluðum Pöllum.
Er að hugsa um að skella mér í bíó í dag og bjóða Dundý með og kannski Diönu líka ef hún vill fara og þær fá pössun fyrir ömmusnúlluna.
Og svo langar mig í búðir á Laugaveginum. Var ekki búið að segja að það væri langur laugardagur????...allavega fyrsti vetrardagur...
Fór í gær með goddaslegtinu á rússneskan baritón ásamt dúndrandi rússneskri hljómsveit í Salnum hér í Kópavogi. Rúskan fór fyrr um daginn með skólanum en Trínan og Snallinn ásamt Beggó komu með og voru einu börnin í salnum. Skemmtu sér svona og svona en höfðu gott af. Allir aðrir í skýjunum yfir þessum líka fína söngvara og hljóðfæraleikararnir ótrúlega flottir og skemmtilegir. Það tók mig nú reyndar svoldinn tíma að venjast andlitinu á baritóninum, virkaði eins og hann væri tannlaus og gat geiflað á sér andlitið líkt og Þröstur Leó, en söng alveg hreint ljómandi vel.
Og goddverjar komu í kaffi og með því (koníak) á eftir. Skemmtilegt kvöld. Litlar undirtektir hjá tengdó um að kaupa af Léttum þriggja laga prinsessupappír en ég verð bara að ræða klóaramálin betur. Tengdamamma vill bara mjúkt á sinn botn.
Síðustu tveir dagar í vinnunni bara mátulega hektic og ég hef komist heim til mín á mannsæmandi tíma og ekki þurft að reita hár mitt yfir brjáluðum Pöllum.
Er að hugsa um að skella mér í bíó í dag og bjóða Dundý með og kannski Diönu líka ef hún vill fara og þær fá pössun fyrir ömmusnúlluna.
Og svo langar mig í búðir á Laugaveginum. Var ekki búið að segja að það væri langur laugardagur????...allavega fyrsti vetrardagur...
Comments:
Skrifa ummæli