<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, október 16, 2005

Hef ekki tjáð mig lengi. Frumsýning á mynd aldarinnar að baki og dóma í Mogganum eins og við Léttur hefðum sjálfar skrifað þá. Dásamlegt og er algjörlega á leiðina á myndina aftur með mitt slekti.
Og æfingarhelgi líka að baki. Þó eitthvað hafi sótt á mig syfja á laugardagsæfingunni voru þetta hinar skemmtilegustu æfingabúðir eins og alltaf með þessum skemmtilegum kerlum. Ætlaði að vera voða dugleg í dag eftir að ég kom heim og mála loftið hjá Rúskunni en kláraði þess í stað að prjóna lopapeysuna og hreinlega lognaðist svo út af yfir sjónvarpinu. Er hálf andlaus og þreytt og ætla snemma í háttinn. Beta kom með myndir úr æfingabúðum og ég reyni að druslast til að setja þær inn á morgun. Hef ekki orku í það akkúrat núna. Sé það samt þegar ég fletti í gegnum myndirnar að mín er að verða svoldið gömul og krumpin og talandi um það sagði ég í síðasta "klukki" að ég væri töluvert eldri en ég liti út fyrir að vera. Það er hér með dregið til baka og hér koma fleiri tilgangslausar staðreyndir um mig þar sem Jóhanna klukkaði mig.

1. Ég hef átt fjöldann allan af köttum um ævina og eina þrjá hunda. Flestir mínir kettir hafa borið nafnið Skotta, en ég hef líka átt Grámann og Sambó og núna á ég Doppu og hundinn Nikulás. Hin hundspottin mín hétu Bjössi og Lubbi.

2. Mér finnst matur góður en versti matur sem ég hef á ævi minni fengið át ég hjá henni Stellu frænku þegar hún bjó á Patró. Gellur sem ég hreinlega kúgaðist af og nánast grét yfir því þær voru svo slepjulegar og ógeðslegar, eins og að éta hor. Í þá daga var alltaf grautur á eftir en í þetta sinn var súrmjólk sem var álíka ógeðsleg og gellurnar. Mun aldrei gleyma þessari máltíð sló algjörlega út bútunginn sem ég fékk hjá henni Laugu nöfnu minni á Norðfirði og var hann nú slæmur.

3. Leiðinlegasti skóli sem ég hef verið í ever er Kvennó. Öldutúnsskóli var ótrúlega skemmtilegur og því mikið viðbrigði að koma í skóla þar sem maður gat afsakað sig af persónulegum ástæðum fyrir að læra ekki heima. Hafði aldrei kynnst því að maður gæti sleppt því að læra heima. Ég notfærði mér þessar persónulegu ástæður út í hörgul og hætti hreinlega að læra enda voru einkunnir mínar í Kvennó eftir því. Og þegar ég hafði eytt heilum fjórum árum í þessum skrattans skóla með eintómum stelpum tók það mig langan tíma að venjast því að karlmenn væru ekki frá öðrum hnöttum. Það ætti að banna svona kynjaskipta skóla þegar börn eru á unglingsaldri.

4. Þegar ég kom út úr Kvennó var ég óheyrilega feimin og á fyrsta vinnustaðnum mínum sagði ég ekki orð í heilt ár nema á mig væri yrt af fyrra bragði. Þegar ég svo var á leiðinni til útlanda í fyrsta sinn, til Grænlands að heimsækja vinkonu mín varð ég bara að segja einhverjum frá því og talaði sagði einni af stelpunum sem ég vann með frá því. Þegar ég byrjaði að tala lá við að hún dytti niður dauð. Síðan hef ég varla samkjaftað og það bara einstaka sinnum sem ég finn fyrir þessari feimni.

5. Ég vil ekki meina að ég sé frek en get verið svoldið þrasgjörn og haft hátt en hef mýkst ótrúlega með árunum og ef heldur frá sem horfir verð ég orðin að hálfgerði gufu innan tíðar...

5.
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter