<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, október 07, 2005

Síðustu tveir dagar í vinnunni hafa verið algjörlega hektik allan daginn og ég fer að sofa skipuleggjandi á hverju ég ætla að byrja þegar ég mæti í vinnuna daginn eftir. En í dag tókst mér að tæma pósthólfið mitt og klára næstum allt sem fyrir lág..je, je, je. Svo nú get ég farið í háttinn og hugsað um eitthvað annað en vinnuna. Það er nefnilega þannig að hugur minn er frjóastur þegar ég er lögst á koddann og á að vera að svífa inn í draumalandið. Ég fæ ótrúlegustu hugdettur þarna á koddanum og skipulegg húsið frá a til ö og einhvern veginn eru öll herbergi miklu stærri þegar ég ligg með lokuð augun upp í rúmi en í raunveruleikanum. Herbergi krakkana breytast í svítur þar sem pláss er fyrir allt þeirra drasl og rúmlega það og fermetrafjöldinn margfaldast. Ég sem heilu ræðurnar í huganum sem ég ætla að halda í næsta afmæli eða þá ég hefði átt að halda í liðnu afmæli eða öðrum uppákomum, skipulegg heilu ættarmótin og veislurnar fyrir milljón manns og ég veit ekki hvað og hvað. Og svo vakna ég daginn eftir og kollurinn algjörlega tómur og hugmyndalaus. Er komin á þá skoðun að það þyrfti að vera hægt að delíta einhverjum slatta af úr sér genginni visku til að koma fleiri gögnum fyrir í svona gömlum kolli eins og mínum.
Annars átti ég dásamlega kvöldstund á tónleikum Bjargræðiskvartettsins í nýjum húsakynnum Hraunbúa í Hafnarfirði. Takk elsku María mín að stingja (er þetta með ypsiloni eður ei) upp á því að fara. Og takk Alla mín fyrir ógislega krúttaralega tónleika. Þarna var fullt af kunnugulegum andlitum úr æsku, kennurum úr Öldutúnsskóla og gömlum skátum og alles. Ég var nú einu sinni skáti og verð því víst ávallt skáti, kann ennþá réttan hnút þó einfalda og tvöfalda pelastikkið sé löngu týnd kunnátta.
Og enn og aftur föstudagur á morgun og á laugardaginn kemur litla ömmustelpuskottið mitt og ætlar að vera hjá ömmunni sinni yfir nótt. Amma komin með fráhvarf og verður bara að fá að hafa hana svoldið. Mömmsurnar geta þá farið eitthvað út á lífið á laugardaginn og verið góðar við hvora aðra.
En nú er kominn tími á ból því áður en litið er við verða komin jól og frumsýning á þriðjudag og æfingabúðir aðra helgi, gaman...svo ljómandi gaman...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter