<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Mikið er ég nú fegin að ég druslaði mér á æfinguna í gær. Byrjaði nú reyndar á því að fara í Bústaðakirkju og skildi eiginlega ekkert í öllum þessum lausu stæðum. Áttaði mig þó áður en ég lagði bílnum pent þar fyrir utan og ók sem druslan dróg í Langholtið. Kann náttúrleg ekki neitt, aldrei t.d. heyrt neitt um litla trommarann en fílaði mig þó alveg ágætlega og er nákvæmlega ekkert stressuð fyrir þessa tónleika og ætla bara að reyna að njóta þess að vera með öllum þessum frábæru kerlum.
Það eina sem að mér amar þessa daga er að ég fer allt of seint að sofa og það er allt æpotinu mínu nýja að kenna. Og svo vinn ég of mikið þ.e. of lengi. Og nú horfi ég að neglurnar á mér svo voru algjörlega hreint svo ljómandi fínar eftir manikjúrið í henni Ameríku fyrir viku síðan og sé að ég verð víst að gera eitthvað í málunum og annað hvort þrífa af mér þetta naglalakk eða lakka yfir það. Veit ekki hvor kosturinn er skárri. Og búin að þurrka svoldið af hér og minnka aðeins rykið og drulluna og hengja upp eitt og eitt jólajóla.
Planið er skötupartý hér þann 10. des því tengdó er á leið til US þann fjórtánda. Reyndar átti að vera hér afmæli fyrir Skjólhildi litlu sem verður ársgömul þann átjánda. Auglýsi hér með eftir fleiri helgum í desember ef einhver á slíka aflögu...

mánudagur, nóvember 28, 2005

Komin frá US og allt og versla þar til ég var búin að fá algjörlega nóg og þá er nú mikið sagt. Jólahlaðborð/árshátíð hjá Samskiptum á laugardag á Tapazbarnum, heim snemma og ætlaði að undirbúa afmæli snáðans míns sem varð 10 ára í gær. Gerði auðvitað ekki neitt nema klápa á imbann en bakaði svo jógúrtmúffins góða fyrir veisluna og svo bara í bakarann á horninu eftir meiri kökum. Lifði daginn sæmilega af þó ég gerði lítið annað. Algjörlega undarlegt hvað helgarnar eru fljótar að líða.
En nú er hugurinn hjá Bimbunni sem var í aðgerðinni stóru í dag. Komst ekki í kirkjuna en hugsaði fallega til hennar. Og svo verður bara að bíða eftir fréttum...

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Dvel í henni Ameríku um þessar mundir og eyði mestum tíma mínum í búðarráp og keyrslu frá einum stað til annars. Er reyndar að fara til DC í brunch og ætla loksins að láta verða af því að kíkja á hermennina fjóra með fánann í Arlington kirkjugarðinum og kannski ég smelli af þeim mynd í leiðinni. En það er svo skrítið að það gerist eiginlega ekkert hér í USA sem vert er að segja frá. Hef það sem sagt barasta gott og afslappað og ætla að halda því áfram...

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Er svona rétt að skríða saman eftir annasama helgi og koma mér í gírinn að pakka fyrir USA. Sleppti kóræfingunni í kvöld þar sem Ragnhildur er á leiðinni og hundrað hlutir sem ég þarf að gera áður en ég held út í heim. Kom við í Kron eftir vinnu og ég hefði getað keypt mér nokkur pör af skóm á þeim stað en lét eina nægja. Þarf að spyrja Hönnu hvort henni sé sama þó ég fái mér svona dúskastígvél eins og hún. Jíss...þau eru algjört æði. Elska dúska og dúllerí. Ákvað þó að láta það eiga sig að spyrja um skóna sem ég er í núna því bæði Stína og Hanna eiga slíka en ekki sama lit. Langaði líka í rauða eins og Bims á en læt það bíða betri buddustöðu.
En nú ætla ég aðeins að rutta til í herbergi Trínunnar og ganga frá nokkrum körfum af þvotti og gera þetta og gera hitt og miklu meira til. Og ef einhver létta á leið framhjá heimili mínu fyrir fimmtudaginn endilega að líta við og taka miðana á tónleikana okkar í desember. Þeir eru hér tilbúnir og innpakkaðir...She.
Algör skemmtihelgi að baki. Dásamlegur saltfiskur hjá Ömmu Jó á föstudagskvöld með dæmalaust skemmtilegum konum og svo dekur og djamm með dekri og djammi fram á nótt á laugardag. Leti og orkuleysi einkenndi sunnudaginn þó ég hefi druslast til að mála einn og hálfan vegg í herbergi Trínunnar. Nokkuð ljóst að það næst ekki að klára það fyrir Ameríku. Þjáist enn af vöðvabólgu þó ég hafi fengið gott nudd hjá Dundý og líka nokkuð ljóst að ég kemst ekki til Jónu fyrir Ameríku heldur. Og svo kemur Ranka til landsins annað kvöld og ég ætla að sækja hana á BSí og kannski elda handa henni góðan fisk. Hún hefði nú alveg mátt koma þegar ég var komin heim aftur en það er ekki á allt kosið. Þarf að þræla út miðum fyrir Léttur á morgun og svo lendir það á Stínu að gera auglýsinguna. Er orðin óttalega slöpp í þessari plakatnefnd.
Annars ekkert títt og ég er óttalega eitthvað orkulaus og framtakslaus til allra hluta...

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Jæja...mín á bara afmæli í dag og orðin fimmtíu og eitthvað, oj, oj, oj...Lét Jóa Fel sjá um að baka ofan í vinnufélagana í dag. Var að vinna alltof lengi en þegar ég kom heim var húsið myrkvað og í forstofunni allir skór vel upp raðaðir og þegar ég kveikti í ganginum átti ég von á Surprice, surpræs en sá þá að eldhúsið var lokið og opnaði þar og átti von á surprice surpræs þar og á eldhúsinuborðinu biðu mín rósir í vasa, niðurskornir snúðar á diski og döðlur í skál og afmæliskort sem á stóð: "Elsku mamma. Til hamingu með 51 árs afmælið þitt. Lifðu í lukku en ekki í krukku. Við elskum þið elsku mamma og munum alltaf elska þig. Kær kveðja, Petra, Katrín og Tristan".
Allt algjörlega ógislega sætt og inn kom hele famelien og knúsaði mig í bak og fyrir. Og besta afmælisgjöfn sem ég hef fengið var að börnin mín þrjú voru búin að þrífa allt hátt og lágt, þvo ísskápin að innan og skipta á rúminu mínu. Og spurðu mig svo hvort ég gerði mér grein fyrir því að það tæki næstum heilan dag bara að þrífa ísskápinn. Og svo fórum við á Pottinn og pönnuna að borða. Bara heljarinnar fínt afmæliskvöld í faðmi fjölskyldunnar. Hrund og Díana gátu því miður ekki komið með okkur þar sem Skjóðhildur litla er alltaf sofnuð um átta og ekki hægt að fara með skælandi grútsyfjað barn út að borða. Býð þeim bara í mat á sunnudaginn í staðinn.
En nú þarf ég aðeins að uppfæra heimasíður og gera eitthvað sniðugt fyrir dekrið á laugardaginn og koma mér svo í svefn. Er með heiftarlega vöðvabólgu í vinstri öxlinni og þyrfti að gefa mér tíma til að fara til Jónu...

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Ég kitla alla bloggara á síðunni minni, allavega Vésuna, Giovönnu, afmælisbarn dagsins, Ásu frænku og alla hina sem vilja vera með í svona kitli.

Ég var algjörlega óþolandi pirruð í gær eftir fund með léttum, svaf svo úr mér pirringinn og er vonandi laus við hann að mestu. En í gær ætlaði ég að taka mér frí frá Léttum og hætta í öllum helv..nefndum, ekki að fara á dekrið og bara kúra undir sæng og gera helst ekki neitt meir, ever.
Dæmalaust hvað maður leyfir sér að láta skapið hlaupa með sig í gönur.

Bíll bóndans verður vonandi tilbúinn á morgun svo ég geti fengið minn krúttlega Yaris aftur. Er ekki að fíla að vera ekki á mínum sæta bíl.

En nú er að finna kórjólabækur og gefa liðinu eitthvað í svanganóruna og svo á kóræfingu...

mánudagur, nóvember 07, 2005

Kitl...hmm...skrítið hvað mér finnst gaman að svona rugli.

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey...
Byggja sólhús og bílskúr við húsið mitt
Komast til Perú og kaupa mér hatt
Koma börnunum mínum til manns
Sjá í botninn á óhreinatauskörfunni tvo daga í röð
Gera Íslending úr manninum mínum
Skrifa bók
Læra að lesa nótur

7 hlutir sem ég get gert...
Búið til sæmilegan mat og bakað þegar vel liggur á mér
Prjónað, líka ef þannig liggur á mér
Sett í þvottavél og tekið úr henni
Verið góð við manninn minn, krakkana og vinina
Haldið lagi
Fengið mér kaffi, kveikt í sígarettu og sett í uppþvottavélina allt í einu
Verið ótrúlega sexí ef mig langar til

7 hlutir sem ég get ekki...
Ég get allt ef mig langar til þess

7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið...
Mýkt
varir
augu
læri
heiðarleiki
lykt
kúlurass

7 frægir sem heilla mig....
Jeff Bridges
Brad Pitt
Léttsveitarkonur upp til hópa
Nicholas Cage
Al Pacino
Cat Stevens
Eric Clapton

7 setningar/orð sem ég nota mikið...
Halló
einmitt
nákvæmlega

com on
djís
er það

7 hlutir sem ég á akkúrat núna...
fjölskyldu
of mikið af drasli
ryk
yfirfulla óhreinatauskörfu
hálfétið læri frá því í gær
minkapels
gleraugu

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Ég er ekki sátt. Mér þykir ógeðslega gaman í vinnunni en ég verð yfirleitt undarlega skúffuð þegar ég opna launaumslagið mitt. Búin að vera þarna í þrjá mánuði og átti núna loksins að fá leiðréttingu á laununum mínum en halló...ég er ekki tilbúin að vinna alla þessa yfirvinnu á engum launum. Ég þoli ekki að þurfa að vera að röfla yfir launum en hvað er jafnaðarkaup??? Er það ekki einhver jöfnuðu á milli dagvinnu og yfirvinnu. Getur jafnaðarkaup í yfirvinnu verið nákvæmlega sama og dagvinna. Veit það einhver. Er ég svona vitlaus að halda að jafnaðarkaup sé einhver jöfnuður á milli dag- og yfirvinnu. Ég bara spyr af því ég ekki vita...greinilega algjör bjáni...shit..
Fór ekki á kóræfingu í kvöld. Var þreytt og meira þreytt og þarf meiri hvíld og launaumslagið sem á frekar að gleðja mann en hitt var ekki til að hressa mig. Fuck...
Farin í háttinn að reyna að sofa úr mér reiðina og svo vil ég bara fá skýringar á mínum málum...og ekki bætti það skapið núna rétt áðan að stíga ofan í hundaskít...kannski táknrænt...hmmm...
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter