þriðjudagur, nóvember 15, 2005
Algör skemmtihelgi að baki. Dásamlegur saltfiskur hjá Ömmu Jó á föstudagskvöld með dæmalaust skemmtilegum konum og svo dekur og djamm með dekri og djammi fram á nótt á laugardag. Leti og orkuleysi einkenndi sunnudaginn þó ég hefi druslast til að mála einn og hálfan vegg í herbergi Trínunnar. Nokkuð ljóst að það næst ekki að klára það fyrir Ameríku. Þjáist enn af vöðvabólgu þó ég hafi fengið gott nudd hjá Dundý og líka nokkuð ljóst að ég kemst ekki til Jónu fyrir Ameríku heldur. Og svo kemur Ranka til landsins annað kvöld og ég ætla að sækja hana á BSí og kannski elda handa henni góðan fisk. Hún hefði nú alveg mátt koma þegar ég var komin heim aftur en það er ekki á allt kosið. Þarf að þræla út miðum fyrir Léttur á morgun og svo lendir það á Stínu að gera auglýsinguna. Er orðin óttalega slöpp í þessari plakatnefnd.
Annars ekkert títt og ég er óttalega eitthvað orkulaus og framtakslaus til allra hluta...
Annars ekkert títt og ég er óttalega eitthvað orkulaus og framtakslaus til allra hluta...
Comments:
Skrifa ummæli