<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Er svona rétt að skríða saman eftir annasama helgi og koma mér í gírinn að pakka fyrir USA. Sleppti kóræfingunni í kvöld þar sem Ragnhildur er á leiðinni og hundrað hlutir sem ég þarf að gera áður en ég held út í heim. Kom við í Kron eftir vinnu og ég hefði getað keypt mér nokkur pör af skóm á þeim stað en lét eina nægja. Þarf að spyrja Hönnu hvort henni sé sama þó ég fái mér svona dúskastígvél eins og hún. Jíss...þau eru algjört æði. Elska dúska og dúllerí. Ákvað þó að láta það eiga sig að spyrja um skóna sem ég er í núna því bæði Stína og Hanna eiga slíka en ekki sama lit. Langaði líka í rauða eins og Bims á en læt það bíða betri buddustöðu.
En nú ætla ég aðeins að rutta til í herbergi Trínunnar og ganga frá nokkrum körfum af þvotti og gera þetta og gera hitt og miklu meira til. Og ef einhver létta á leið framhjá heimili mínu fyrir fimmtudaginn endilega að líta við og taka miðana á tónleikana okkar í desember. Þeir eru hér tilbúnir og innpakkaðir...She.
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter