þriðjudagur, nóvember 01, 2005
Ég er ekki sátt. Mér þykir ógeðslega gaman í vinnunni en ég verð yfirleitt undarlega skúffuð þegar ég opna launaumslagið mitt. Búin að vera þarna í þrjá mánuði og átti núna loksins að fá leiðréttingu á laununum mínum en halló...ég er ekki tilbúin að vinna alla þessa yfirvinnu á engum launum. Ég þoli ekki að þurfa að vera að röfla yfir launum en hvað er jafnaðarkaup??? Er það ekki einhver jöfnuðu á milli dagvinnu og yfirvinnu. Getur jafnaðarkaup í yfirvinnu verið nákvæmlega sama og dagvinna. Veit það einhver. Er ég svona vitlaus að halda að jafnaðarkaup sé einhver jöfnuður á milli dag- og yfirvinnu. Ég bara spyr af því ég ekki vita...greinilega algjör bjáni...shit..
Fór ekki á kóræfingu í kvöld. Var þreytt og meira þreytt og þarf meiri hvíld og launaumslagið sem á frekar að gleðja mann en hitt var ekki til að hressa mig. Fuck...
Farin í háttinn að reyna að sofa úr mér reiðina og svo vil ég bara fá skýringar á mínum málum...og ekki bætti það skapið núna rétt áðan að stíga ofan í hundaskít...kannski táknrænt...hmmm...
Fór ekki á kóræfingu í kvöld. Var þreytt og meira þreytt og þarf meiri hvíld og launaumslagið sem á frekar að gleðja mann en hitt var ekki til að hressa mig. Fuck...
Farin í háttinn að reyna að sofa úr mér reiðina og svo vil ég bara fá skýringar á mínum málum...og ekki bætti það skapið núna rétt áðan að stíga ofan í hundaskít...kannski táknrænt...hmmm...
Comments:
Skrifa ummæli