<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Jæja...mín á bara afmæli í dag og orðin fimmtíu og eitthvað, oj, oj, oj...Lét Jóa Fel sjá um að baka ofan í vinnufélagana í dag. Var að vinna alltof lengi en þegar ég kom heim var húsið myrkvað og í forstofunni allir skór vel upp raðaðir og þegar ég kveikti í ganginum átti ég von á Surprice, surpræs en sá þá að eldhúsið var lokið og opnaði þar og átti von á surprice surpræs þar og á eldhúsinuborðinu biðu mín rósir í vasa, niðurskornir snúðar á diski og döðlur í skál og afmæliskort sem á stóð: "Elsku mamma. Til hamingu með 51 árs afmælið þitt. Lifðu í lukku en ekki í krukku. Við elskum þið elsku mamma og munum alltaf elska þig. Kær kveðja, Petra, Katrín og Tristan".
Allt algjörlega ógislega sætt og inn kom hele famelien og knúsaði mig í bak og fyrir. Og besta afmælisgjöfn sem ég hef fengið var að börnin mín þrjú voru búin að þrífa allt hátt og lágt, þvo ísskápin að innan og skipta á rúminu mínu. Og spurðu mig svo hvort ég gerði mér grein fyrir því að það tæki næstum heilan dag bara að þrífa ísskápinn. Og svo fórum við á Pottinn og pönnuna að borða. Bara heljarinnar fínt afmæliskvöld í faðmi fjölskyldunnar. Hrund og Díana gátu því miður ekki komið með okkur þar sem Skjóðhildur litla er alltaf sofnuð um átta og ekki hægt að fara með skælandi grútsyfjað barn út að borða. Býð þeim bara í mat á sunnudaginn í staðinn.
En nú þarf ég aðeins að uppfæra heimasíður og gera eitthvað sniðugt fyrir dekrið á laugardaginn og koma mér svo í svefn. Er með heiftarlega vöðvabólgu í vinstri öxlinni og þyrfti að gefa mér tíma til að fara til Jónu...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter