mánudagur, nóvember 28, 2005
Komin frá US og allt og versla þar til ég var búin að fá algjörlega nóg og þá er nú mikið sagt. Jólahlaðborð/árshátíð hjá Samskiptum á laugardag á Tapazbarnum, heim snemma og ætlaði að undirbúa afmæli snáðans míns sem varð 10 ára í gær. Gerði auðvitað ekki neitt nema klápa á imbann en bakaði svo jógúrtmúffins góða fyrir veisluna og svo bara í bakarann á horninu eftir meiri kökum. Lifði daginn sæmilega af þó ég gerði lítið annað. Algjörlega undarlegt hvað helgarnar eru fljótar að líða.
En nú er hugurinn hjá Bimbunni sem var í aðgerðinni stóru í dag. Komst ekki í kirkjuna en hugsaði fallega til hennar. Og svo verður bara að bíða eftir fréttum...
En nú er hugurinn hjá Bimbunni sem var í aðgerðinni stóru í dag. Komst ekki í kirkjuna en hugsaði fallega til hennar. Og svo verður bara að bíða eftir fréttum...
Comments:
Skrifa ummæli