<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, desember 02, 2005

Einir tónleikar að baki og aðrir á morgun. Var nú ekki alveg að kunna textana og mér skilst að ég hafi ekki verið ein um það. Var voða fegin í hvert sinn sem því lagi lauk sem ég kunni ekki neitt nema snær og blær og kær. Sé ekki fram á að ég verði nokkuð betri á morgun. Er á leið á kynningu hjá Gunnsunni og vinna í fyrramálið frá 10-14 og svo beint á kóræfingu sem byrjar reyndar skv. síðustu fréttum kl. 13.30.
Búin að spila Léttsveitardiskinn út í eitt í bílnum. Fékk kökk í hálsinn þegar Valgerður, Sigrún og Jóna syngja guðslagið okkar og líka þegar ég hlustaði á lagið hennar Eyglóar, dásamlega fagurt og vel sungið. Diskurinn rennur ljúft þó mér finnist nú sum lögin skemmtilegri en önnur en það verður náttúrlega að hugsa um pöbulinn sem á að kaupa diskinn. Þetta verður jólagjöf frá mér inn á hvert heimili og ég verð stolt af því að segja að þetta er sko kórinn minn.
Rúskunni gegnur vel að taka til eftir nýju plani sem stendur nú víst ekki lengur en til jóla en er á meðan er.
Og Bimba algjörlega að pluma sig í svíaveldi og það er enn eitt sem er dásamlegt í þessum heimi þessa dagana...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter