<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, desember 12, 2005

Ég er nú meiri boggletinginn þessa dagana. Hef bara allt of mikið að gera og kemur alls ekki öllu í verk sem ég þarf að gera. Ætlaði t.d. að skúbba af nokkrum jólagjöfum á fimmtudaginn sem þurfa að fara til útlanda en gekk um Kringluna og sá akkúrat ekki neitt sem mig langar til að gefa öðrum hvað þá nokkuð sem mig langar sjálfa í. Á einhvern veginn allt en endaði nú samt í OgVodafone og keypti mér nýjan síma. Er orðin algjörlega útúrtæknivædd, með nýjan iPod og nýjan síma og nýja myndavel (eða svo gott sem) og kann svo ekkert á þessi tæki öll sömul.
Og Amma Jó, skatan gekk svona glimrandi vel í gærkvöldi, aldrei verið betri segja þeir sem hana átu, en ég held mig bara við minn saltfisk í öllu skötufárinu. Skötupartýið á síðasta ári var víst ekki alveg nógu gott, skatan of soðin, kartöflurnar hálfhráar og feitin viðbrennd. Það var líka Hlégerðishúsmóðirin að sinna öðru og gat því ekki séð um eldamennskuna. Þá var nefnilega skatan þann 18. og þá kom litla ömmustúlkan mín hún Rakel Silja í heiminn. Í dag var hér afmæli fyrir skottuna. Hún fékk aðra veislu í gær heima hjá mömmu Díönu og svo fær hún þá þriðju á ömmu Lilju um næstu helgi.
Hún er sú allra sætasta, mætti í design kápu og heklað sjal og pínkuponsulitla tígaspena í fallega rauða hárinu sínu. Ekki fékk hún nú samt að gæða sér á öllum kökunum sem amman galdraði fram úr erminni í morgunsárið heldur fékk sér rúgbrauð með smjöri og mandarínur. Og litla frænkan Helena Mist var líka sætust með sitt fallega bros.
Og á morgun verð ég að ljúka af jólagjafainnkaupum fyrir þá sem í útlöndum búa og kannski setja upp Léttujólatréð annað kvöld. Sé á öðrum Léttubloggum og króniku að dívulétturnar stóðu sig með stakri prýði eins og auðvitað alltaf. Annars bara venjulegur mánudagur á morgun...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter