<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, desember 30, 2005

Ég var á leið í bælið þegar hundkvikindið lét sig hverfa út í myrkrið og fannst ekki þó við góluðum og flautuðum og rúntuðum um allt kársnesið. Það var ekki fyrr en ég hafði hringt á lögguna og tilkynnt hvarf hans að hann vissi upp á sig skömmina og druslaði sér heim. Og nú er ég glaðvakandi og klukkan að verða þrjú.
Jólin liðin og það snöggt. Ég hef eins og Vésan úðað í mig nóakonfekti og öðru góðgæti, bæði hér heima og að heiman. Veit ekkert betra en nóa og gott ef buxnastrengurinn er ekki aðeins farinn að þrengjast á öllu þessu súkkulaðiáti. Algjört letilíf yfir jólin og nánast ekkert að gerast í vinnunni og bara dagur og hálfur til áramóta. Mér leiðast áramótin, veit ekki af hverju en það er bara eitthvað ekkert skemmtilegt við þau, alltaf eins einhvern veginn. Ætli ég verði ekki bara hér heima hjá mér með geltandi hundinn því hann þolir ekki sprengjurnar og kannski að ég passi ömmubarnið mitt í leiðinni svo mæðurnar geti brugðið sér af bæ.
Síðasti vinnudagur á árinu á morgun...hmm....
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter