<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, desember 13, 2005

Í Kvennó var það til siðs að bjóða einhverjum strák með sér á árshátíðina. Þetta var algjört pain þar sem ég þekkti nákvæmlega enga stráka. Í fyrsta bekk var þetta reyndar ekkert rosalegt mál, bauð skólabróður mínum sem var reyndar ekki í sama bekk og ég en var tilbúin til að koma með mér. Í öðrum bekk bauð bekkjarsystir mín vini stráksins sem hún bauð. Sá er í dag frægur lögfræðingur. Í þriðja bekk var einhverjum boðið fyrir mig og sá hefur slegið í gegn í auglýsingageiranum. Snilldardansari og árshátíðin bara alveg ágæt. Í fjórða bekk bauð svo vinkona mín og bekkjarsystir vini stráksins sem hún bauð til að koma með mér.
Ég var afspyrnu feimin á þessum tíma og sagði yfirleitt ekki neitt af fyrra bragði og svaraði yfirleitt bara já og nei ef yrt var á mig. Trúlega hefur sjálfsmyndin ekki verið sterk, ég var óhemju seinþroska, pínulítil og mjó og hafði þar að auki ekki umgengist drengi í fjögur ár. Mannskemmandi að kynjaskipta skólum...hmmm.
Nema hvað þessi drengur sem sagt kom með mér, voðalega sætur og ekki bætti það úr skák. Varð bara enn feimnari. Við settumst niður, sögðum ekki neitt, bara sátum þarna eitthvað fram eftir kvöldi, horfðum á skemmtiatriðin og borðuðum og svona án þess að mæla orð frá munni. Svo byrjaði ballið og ekki hafði drengurinn rænu á að dansa við mig hvað þá meir. Um hálfellefuleytið sagðist hann þurfa að skeppa á klósettið og ég sá hann ekki meir það kvöldið!!!
Í dag kom þessi drengur inn í Samskipti, vissi nákvæmlega hver ég var og var eiginlega hálfvandræðalegur. Vona að hann hafi ekki samviskubit yfir því að hafa yfirgefið mig þarna á árshátíðinni forðum því síðan eru liðin mörg ár...:)
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter