<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, desember 15, 2005

Og aftur lét hann sjá sig í gær, brosti kankvíslega til mín, eins og hálfafsakandi yfir því að hafa yfirgefið mig á ballinu forðum. Þurfti að láta prenta fyrir sig fleiri skýrslur. Man líka að við vinkonurnar djókuðum með það að ég mundi að eignast með honum tvö börn með kakóbrúnu augun hans. Dreng og stúlku sem skyldu bera nöfnin Bjólfur Þrasi og Röskva Rán. Og þó ég hafi kysst hann í Saltvík forðum daga urðu ekki til við það nein börn og nú er það löngu orðið of seint að gera nokkuð róttækt í því...
En að öðru leyti eru dagarnir of stuttir og mig vantar í sólarhringinn fleiri klukkutíma svo ég nái nægum svefni. Var að koma af guðdómlegum tónleikum Gospelsins, Voxins og Stúlknakórsins í Hallgrími og úr heimsókn til Gunnsunar hlaðin snyrtivörum frá Mirandas sem eiga að gera mig aftur unga og sæta, allavega sæta vil ég trúa og nú dríf ég í að setja dauðahafssalt með lavanderilmi inn í koddaverið og þá á ég að sofa eins og engill en til að ég geri það þarf ég víst að drusla mér í rúmið fyrst sem virðist ansi erfitt...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter