<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, janúar 21, 2006

Bara svo þið vitið það þá er ég fífill...tölvufríkið ég hef ekki þolinmæði í að koma einhverjum myndum inn á þetta blogg. Myndskreytti aldrei dagbækurnar mínar í gamla daga og mun heldur ekki gera það hér eða þar til annað kemur í ljós. Hef aldrei getað teikna um mína daga. Fékk reyndar einu sinni verðlaun í einhverri teiknisamkeppni þegar ég var átta ára og hafði meira að segja þá það vit að þetta var ekki góð mynd þó verðlaunamynd væri. Síðan hef ég varla teiknað mynd og er algjörlega undrandi á listrænum hæfileikum afkvæmanna sem er algjörir snillingar að teikna. Trínan mín fékk t.d. tíu í myndmennt á síðustu önn. Þetta hlýtur að vera eitthvert stökkbreytt gen í þeim greyjunum.
Undarlega gott að mæta aftur á kóræfingu sl. þriðjudag þótt eitthvað væri þreyttur heildarsvipurinn á kórnum, margar svoldið gapandi og geyspandi en ég skil það bara voða vel. Passaði mig á því að leggast ekki í sófann fyrir kóræfingu því þá er nokkuð víst að ég sofna og vakna ekki aftur fyrr en um miðnætti mis krumpin. Jónas, Atli Heimir og Hróðmar alveg að gera sig og svo er bara að sjá hvernig þeir á kúbunni fíla þá og okkur.
Dæmalaust leiðinlegt sjónvarpskvöld í gær, búin að sjá allar þessar bíómyndir eða þær voru afspyrnu leiðinlegar svo endapunkturinn var að horfa á tónleika með George Harrison, Clapton, Leon Russel o.fl. Fyrstu svona live aid tónleikarnir, haldnir fyrir Bangladesh. Ótrúlegt hvað þetta voru og eru góðir tónlistarmenn og við Jánsinn vorum algjörlega að fíla þetta í botn. Tónleikarir voru haldnir 1971 árið sem ég útskrifaðist úr Kvennó, og árið sem það var flautað á mig út á götu í fyrsta (ekki það síðasta) skipti, árið sem Saltvík var og árið sem ég kyssti strák í fyrsta skipti. Og líka árið sem ég byrjaði að vinna á alvöru vinnustað ef hægt er að kalla Skattstofu Reykjanesumdæmis því nafni. Þetta var líka árið sem ég náði ótrúlegum hraða í vélritun og líka síðasta árið mitt sem ég var að deyja úr feimni. Segi nú reyndar ekki að hún hafi farið bara af svona einn góðan veðurdag en allavega árið 1972 opnaði ég munninn af fyrra bragði og sagði eitthvað við manneskju sem ég þekkti ekki út og inn. Miklir umrótatímar greinilega í mínu lífi þarna á þessum fyrstu árum sjöunda áratugar síðustu aldar.
Vaknaði í morgun með flensu, bullandi kvef og viðeigandi nefrennsli. Skellti mér í sturtu og þvoði af mér mesta slenið og dreif mig svo að skoða tvær íbúðir með Dundý og Díönu og fer svo að skoða þá þriðju kl. fimm.
Annars ekkert markvert. Slípaði reyndar svoldið og spaslaði í herbergi Trínunnar og algjörlega löngu kominn tími til að klára þetta herbergi hennar. Er bara órúlega lítið fyrir svo sparslvinnu. En þetta bara verður að gerast eigi síðan en núna...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter