<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, janúar 09, 2006

Það er svo undarlegt hvað örlítil sólarglæta getur gert fyrir mann. Vaknaði hér á laugardaginn og úti var örlítil snjóföl og sólin skein og ég fylltist einhverri óskiljanlegri orku í að taka niður jólaskrautið og þrífa hér á bæ. Það er líka svo undarlegt að það er alltaf gaman að setja upp jólin, ég tala nú ekki um þetta árið þar sem léttujólatréð var alveg einstaklega fallegt, hvað ég er alltaf fegin að pakka jólunum aftur niður í kassa.
Annars hef ég tilhneigingu til þess þessa dagana að einangra mig svoldið og vil helst vera ein með sjálfri mér þegar ég er ekki í vinnunni. Snertur af skammdegisþunglyndi mundi ég halda...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter