<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, janúar 05, 2006

Er svona að ná mér eftir svefnsýkina sem herjað hefur á mig um og yfir áramótin. Svaf t.d. af mér nýársdag nánast með örlitlum hléum. Þetta tími ársins er ekki my primetime. Langar mest að leggjast í hýði eins og björninn og sofa eitthvað fram eftir vetrinum. Hef enga þörf fyrir fólk í kringum mig og er einhvern veginn ekki mjög sosíal á þessum árstíma og vantar alla drift í mig og meiri orku. En bráðum fer að birta af degi og þá kemur betri tíð og blóm í haga eins og skáldið sagði.
Hef svoldið verið að hugsa um hvernig hægt er að losa mínar kæru léttur við allan spam póstinn sem þær eru að fá en það er eiginlega engin leið góð í þeim efnum. Nokkuð víst að þessi leitarforrit sem fiska upp netföng hefur komist inn í netfangaskrá hjá einhverri léttunni og það getur verið svoldið erfitt að losna þaðan. Spurning hvort hægt er að breyta eitthvað netföngunum okkar inn á heim.is og athuga hversu lengi það dugar. Og síðan að taka öll heimanetföng af netinu allavega þannig að ekki sé hægt að klikka á netföngin og senda beint. Þarf að hugsa þetta mál. Það er nóg að attmerkið komi fram í html kóðanum. Yfirleitt held ég að svona spam póstur byrji af því einhver af okkur léttum er ekki með almennilega vírusvörn eða fær vírus í tölvuna hjá sér og heim netföngin eru inn í skránni þar. Flókið og erfitt að uppræta þennan andskota. Er búin að taka gestabókina út af netinu þar sem þangað var farinn að berast hinn undarlegasti póstur og vísanir heldur ókræsilegar heimasíður. Já, það er vandlifað í þessum heimi.
Og Bimban búin að fara í enn eina aðgerðina og þarf að fara aftur til Lundar. Veit að Freyja hugsar vel um hana og er henni til halds og trausts í svíaríki. Við eigum svo sannarlega góða að í hvorri annarri í léttsveitinni.
Annars ekkert að gerast nema í draumum mínum. Krakkarnir heldur óhressir í morgun að vakna eftir jólafrí enda búnir að snúa sólarhringnum við og ekki farið að sofa fyrr en undir morgun.
Vinna í fyrramálið og mál að koma sér í rúmið þó ég hafi reyndar sofið yfir sjónvarpinu í allt kvöld...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter