<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Mín ekki alveg að standa sig í blogginu. Ég á orðið alvöru tengdadóttur, dóttirin trúlofuð og alles og svo flytja þær allar saman stelpurnar í nýju íbúðina sína um mánaðarmótin. Það blómstrar allt á þeim bæ og eins og Di sagði líður þeim eins og í væminni bleikri hollívúddmynd. Fín æfing létta á þriðjudag með skemmtilegri kúpukynningu svo ég óð í Aldo núna bara rétt áðan og keypti mér sandala. Ekki er maður í kúrekabússunum á Kúpu í 30 stiga hita. Það gengur ekki. Og mín fékk líka dágóða launahækkun í gær og nokkuð sátt þó ekki sé hún alsæl. En það kemur með tíð og tíma.
Ranka í heimsókn og systir sæl líka. Hingað flýr greinilega danskurinn dæmalaust snjóamikinn vetur í veldi dana.
Veðrið í dag hafði greinilega góð áhrif á alla í kringum mig. Allir syngjandi sælir og galsafengnir eins og kýrnar á vorin. Nenni ekki meira bloggi í bili. Og þó...er sammála pistlakonunni í Fréttablaðinu að það hefði nú átt að fá einhvern annan í kynlífsráðgjöf en Geir Ólafs...varla hægt að finna meiri perra en hann...greyið á svoldið bágt...hmmmm....ekki nóg með að hann haldi að hann sé besti söngvari íslandssögunnar heldur líka með stærsta typpið...hefur hann aldrei heyrt um það að stærðin skipti ekki máli....og lítil typpi lengjast mest...eða eins og minn ektamaki orðaði það... getur verið að þau lengist mest en aldrei nógu mikið....hmmm....

mánudagur, febrúar 13, 2006

Afstaðin mikil matarboðahelgi. Fór reyndar ekki til tengdó á fimmtudagskvöldið. Ekki forsvaranlegt að skilja krakkagreyin ein heima eftir langan vinnudag. Matarboð hér í Hlégerðinu á föstudagskvöldið og það heppnaðist bara vonum framar, tandurikjúlli á borðum og synd í eftirrétt. Og kjúllinn hlýtur að hafa verið góður því Díana borðaði hann með bestu lyst, hefur ekki smakkað kjúkling í fimm ár. Á laugardag var svo matarboð hjá Melgerðingum og í matinn voru læri og brjóst. Heilmikið sungið meira að segja. Og svo fiskibollur hjá Ingu í gærkveldi. Öll þessi matarboð í tilefni þess að Daníel og Christine voru hér. Fóru svo heim til Boston í dag í allan snjóinn. Afspyrnu annasamur vinnudagur í dag og fyrirséð að það verður eins á morgun svo ég ætti eiginlega að drusla mér í háttinn og reyna að sleppa því að semja bréf í huganum á meðan ég reyni að sofna...

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Já, það var svoldið skemmtilegt að fá Ingibjörgu í gær að lesa upp ljóðin sín og enn skemmtilegra að fá að vita að hún hefði samið þau á Kúbu. Skemmtileg tilviljun og gott ef ekki reynist rétt að það verður skemmtilegra að syngja textana hennar sem hafa nú reyndar alltaf verið frekar skemmtilegir í mínum haus í það minnsta. Lögin við þau meira eitthvað svona þunglamaleg og minna skemmtileg þó það sé virkilega skemmtilegt að syngja þau á tónleikum og svona. Og nú er komið nóg ef skemmtilegheitum.
Og þó. Fórum 3-4 léttur í skemmtilega yfirreið til tveggja kvennakóra í kvöld að selja okkar frábæra og skemmtilega disk. Seldum alveg helling og bara ánægðar með kvöldið.
Fór á föstudaginn að sjá Eldhús eftir máli. Fín sýning og heilmikið hlegið. Man vel eftir sögu handa börnum eftir Svövu, skrítin, svoldið súrrelísk saga og var á sínum tíma ekki alveg að fatta hana en hún einhvern veginn festist í huganum. Þegar ég var búin að vera lengi heima með börnin mín lítil og varla hitt nokkurn mann í langan tíma fór mér svoldið að líða eins og að ég gæti nú alveg eins verið án heilans í mér. Já, bara nokkuð skemmtileg sýning og vel þess virði að sjá hana.
Annars er lífið bara vinna og aftur vinna. Það fór aldrei svo að maður yrði ekki aftur útivinnandi og þyrfi pínulítið á heilanum að halda...
Úr því að Amma Jó klukkaði Hildigunni sem klukkaði hana tek ég bara að mér að vera klukkuð fyrir hana, elska svo klukkerí:

4 vinnur sem ég hef unnið um ævina:
vaskari í saltfiski hjá Venusi á heitu sumri endur fyrir löngu
yfirpikkari hjá Skattstofu Reykjanesumdæmis
gatari hjá KÁ
smáprentari hjá Samskiptum

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:
Moonstruck
Steel Magnolias
Sleepless in Seattle
As Good as it gets

4 staðir sem ég hef búið á:
Hafnarfjörður
Selfoss
Akranes
Reykjavík

4 sjónvarpsþættir sem ég fíla:
Judging Amy
Grey´s Anatomy
Idolið
Meistarinn

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
USA
Danmörk
Grænland
Portúgal

4 síður sem ég skoða daglega:
Léttsveitarkrónikan
Öll léttubloggin
Mbl.is
Gunnsublogg

Fernt matarkyns sem ég held upp á:
Kjúlli
Basilikum
Sítrónur
Bláberja- og jarðaberjaskyr

4 staðir sem ég vildi hlest vera á núna:
Havana á Kúbu
Nörre Vissing í Danmörku
Carda vatn á Ítalíu
San Fransisco í Kaliforníu

4 bloggarar sem ég klukka
Gunnsan
Vésan
Bimsan
Ása frænka

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Er ekki löngu kominn tími á bloggerí. Málið er að það situr í hausnum á mér að skrifa bréf til vissra aðila og ég get ekki einhvern veginn bloggað á meðan.
Dundý og Dí búnar að kaupa sér íbúð og ganga trúlega frá kaupunum í þessari viku og fá íbúðina afhenda í lok mánaðarins. Voða sæt íbúð í Skipasundinu og stutt að koma við hjá þeim eftir kóræfingu á þriðjudögum. Verst að stuttan mín sofnar alltaf snemma enda komin á fætur fyrir allar aldir. Þarf deffentlí að fara að fá hana lánaða. Og nú eru þær mömmsurnar búnar að setja inn nýjar myndir af skvísunni, loksins....
Alveg ágætis kóræfing í kvöld og skemmtilegt að fá Ingibjörgu Haraldsdóttur í heimsókn að lesa upp ljóðin sín og segja okkur söguna á bak við þau. Skemmtileg kona þó ég sé orðin svo frekar þreytt á þessum lögum...þau eru eitthvað svo lítið hressandi fyrir sálartetrið þó þau séu allt í lagi svona í hófi. Fíla spænsku lögin, bítlalögin og Jónas eitthvað miklu betur eða þannig.
Og svo er það þetta fár með Sylvíu Nótt að taka enda. Stúlkan sú fær að syngja í júróvisjón. Skyldu dagblöðin verða búin að læra að beygja nafnið hennar rétt þegar hún er á leið til Aþenu. Hvað er þetta eiginlega ...til Sylvíu NÓTTAR...komon. Stóð stórum stöfum á forsíðu DV og í morgun í Fréttablaðinu. Ég var farin að halda að ég væri eitthvað skrítin að vilja beygja nafnið til Sylvíu Nætur. Og Sirrý í fólki forðaðist í lengstu lög að beygja þetta líka. Halló flettið þessu upp í orðabók. Jís lúís.
Herbergi Trínunnar að taka á sig mynd, búin að mála allt nema loftið og Jánsinn búinn að setja upp gardínurnar og skrifborðið.
Og svo, og svo og svo.....
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter