<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, febrúar 13, 2006

Afstaðin mikil matarboðahelgi. Fór reyndar ekki til tengdó á fimmtudagskvöldið. Ekki forsvaranlegt að skilja krakkagreyin ein heima eftir langan vinnudag. Matarboð hér í Hlégerðinu á föstudagskvöldið og það heppnaðist bara vonum framar, tandurikjúlli á borðum og synd í eftirrétt. Og kjúllinn hlýtur að hafa verið góður því Díana borðaði hann með bestu lyst, hefur ekki smakkað kjúkling í fimm ár. Á laugardag var svo matarboð hjá Melgerðingum og í matinn voru læri og brjóst. Heilmikið sungið meira að segja. Og svo fiskibollur hjá Ingu í gærkveldi. Öll þessi matarboð í tilefni þess að Daníel og Christine voru hér. Fóru svo heim til Boston í dag í allan snjóinn. Afspyrnu annasamur vinnudagur í dag og fyrirséð að það verður eins á morgun svo ég ætti eiginlega að drusla mér í háttinn og reyna að sleppa því að semja bréf í huganum á meðan ég reyni að sofna...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter