þriðjudagur, febrúar 07, 2006
Er ekki löngu kominn tími á bloggerí. Málið er að það situr í hausnum á mér að skrifa bréf til vissra aðila og ég get ekki einhvern veginn bloggað á meðan.
Dundý og Dí búnar að kaupa sér íbúð og ganga trúlega frá kaupunum í þessari viku og fá íbúðina afhenda í lok mánaðarins. Voða sæt íbúð í Skipasundinu og stutt að koma við hjá þeim eftir kóræfingu á þriðjudögum. Verst að stuttan mín sofnar alltaf snemma enda komin á fætur fyrir allar aldir. Þarf deffentlí að fara að fá hana lánaða. Og nú eru þær mömmsurnar búnar að setja inn nýjar myndir af skvísunni, loksins....
Alveg ágætis kóræfing í kvöld og skemmtilegt að fá Ingibjörgu Haraldsdóttur í heimsókn að lesa upp ljóðin sín og segja okkur söguna á bak við þau. Skemmtileg kona þó ég sé orðin svo frekar þreytt á þessum lögum...þau eru eitthvað svo lítið hressandi fyrir sálartetrið þó þau séu allt í lagi svona í hófi. Fíla spænsku lögin, bítlalögin og Jónas eitthvað miklu betur eða þannig.
Og svo er það þetta fár með Sylvíu Nótt að taka enda. Stúlkan sú fær að syngja í júróvisjón. Skyldu dagblöðin verða búin að læra að beygja nafnið hennar rétt þegar hún er á leið til Aþenu. Hvað er þetta eiginlega ...til Sylvíu NÓTTAR...komon. Stóð stórum stöfum á forsíðu DV og í morgun í Fréttablaðinu. Ég var farin að halda að ég væri eitthvað skrítin að vilja beygja nafnið til Sylvíu Nætur. Og Sirrý í fólki forðaðist í lengstu lög að beygja þetta líka. Halló flettið þessu upp í orðabók. Jís lúís.
Herbergi Trínunnar að taka á sig mynd, búin að mála allt nema loftið og Jánsinn búinn að setja upp gardínurnar og skrifborðið.
Og svo, og svo og svo.....
Dundý og Dí búnar að kaupa sér íbúð og ganga trúlega frá kaupunum í þessari viku og fá íbúðina afhenda í lok mánaðarins. Voða sæt íbúð í Skipasundinu og stutt að koma við hjá þeim eftir kóræfingu á þriðjudögum. Verst að stuttan mín sofnar alltaf snemma enda komin á fætur fyrir allar aldir. Þarf deffentlí að fara að fá hana lánaða. Og nú eru þær mömmsurnar búnar að setja inn nýjar myndir af skvísunni, loksins....
Alveg ágætis kóræfing í kvöld og skemmtilegt að fá Ingibjörgu Haraldsdóttur í heimsókn að lesa upp ljóðin sín og segja okkur söguna á bak við þau. Skemmtileg kona þó ég sé orðin svo frekar þreytt á þessum lögum...þau eru eitthvað svo lítið hressandi fyrir sálartetrið þó þau séu allt í lagi svona í hófi. Fíla spænsku lögin, bítlalögin og Jónas eitthvað miklu betur eða þannig.
Og svo er það þetta fár með Sylvíu Nótt að taka enda. Stúlkan sú fær að syngja í júróvisjón. Skyldu dagblöðin verða búin að læra að beygja nafnið hennar rétt þegar hún er á leið til Aþenu. Hvað er þetta eiginlega ...til Sylvíu NÓTTAR...komon. Stóð stórum stöfum á forsíðu DV og í morgun í Fréttablaðinu. Ég var farin að halda að ég væri eitthvað skrítin að vilja beygja nafnið til Sylvíu Nætur. Og Sirrý í fólki forðaðist í lengstu lög að beygja þetta líka. Halló flettið þessu upp í orðabók. Jís lúís.
Herbergi Trínunnar að taka á sig mynd, búin að mála allt nema loftið og Jánsinn búinn að setja upp gardínurnar og skrifborðið.
Og svo, og svo og svo.....
Comments:
Skrifa ummæli