<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Já, það var svoldið skemmtilegt að fá Ingibjörgu í gær að lesa upp ljóðin sín og enn skemmtilegra að fá að vita að hún hefði samið þau á Kúbu. Skemmtileg tilviljun og gott ef ekki reynist rétt að það verður skemmtilegra að syngja textana hennar sem hafa nú reyndar alltaf verið frekar skemmtilegir í mínum haus í það minnsta. Lögin við þau meira eitthvað svona þunglamaleg og minna skemmtileg þó það sé virkilega skemmtilegt að syngja þau á tónleikum og svona. Og nú er komið nóg ef skemmtilegheitum.
Og þó. Fórum 3-4 léttur í skemmtilega yfirreið til tveggja kvennakóra í kvöld að selja okkar frábæra og skemmtilega disk. Seldum alveg helling og bara ánægðar með kvöldið.
Fór á föstudaginn að sjá Eldhús eftir máli. Fín sýning og heilmikið hlegið. Man vel eftir sögu handa börnum eftir Svövu, skrítin, svoldið súrrelísk saga og var á sínum tíma ekki alveg að fatta hana en hún einhvern veginn festist í huganum. Þegar ég var búin að vera lengi heima með börnin mín lítil og varla hitt nokkurn mann í langan tíma fór mér svoldið að líða eins og að ég gæti nú alveg eins verið án heilans í mér. Já, bara nokkuð skemmtileg sýning og vel þess virði að sjá hana.
Annars er lífið bara vinna og aftur vinna. Það fór aldrei svo að maður yrði ekki aftur útivinnandi og þyrfi pínulítið á heilanum að halda...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter