fimmtudagur, febrúar 23, 2006
Mín ekki alveg að standa sig í blogginu. Ég á orðið alvöru tengdadóttur, dóttirin trúlofuð og alles og svo flytja þær allar saman stelpurnar í nýju íbúðina sína um mánaðarmótin. Það blómstrar allt á þeim bæ og eins og Di sagði líður þeim eins og í væminni bleikri hollívúddmynd. Fín æfing létta á þriðjudag með skemmtilegri kúpukynningu svo ég óð í Aldo núna bara rétt áðan og keypti mér sandala. Ekki er maður í kúrekabússunum á Kúpu í 30 stiga hita. Það gengur ekki. Og mín fékk líka dágóða launahækkun í gær og nokkuð sátt þó ekki sé hún alsæl. En það kemur með tíð og tíma.
Ranka í heimsókn og systir sæl líka. Hingað flýr greinilega danskurinn dæmalaust snjóamikinn vetur í veldi dana.
Veðrið í dag hafði greinilega góð áhrif á alla í kringum mig. Allir syngjandi sælir og galsafengnir eins og kýrnar á vorin. Nenni ekki meira bloggi í bili. Og þó...er sammála pistlakonunni í Fréttablaðinu að það hefði nú átt að fá einhvern annan í kynlífsráðgjöf en Geir Ólafs...varla hægt að finna meiri perra en hann...greyið á svoldið bágt...hmmmm....ekki nóg með að hann haldi að hann sé besti söngvari íslandssögunnar heldur líka með stærsta typpið...hefur hann aldrei heyrt um það að stærðin skipti ekki máli....og lítil typpi lengjast mest...eða eins og minn ektamaki orðaði það... getur verið að þau lengist mest en aldrei nógu mikið....hmmm....
Ranka í heimsókn og systir sæl líka. Hingað flýr greinilega danskurinn dæmalaust snjóamikinn vetur í veldi dana.
Veðrið í dag hafði greinilega góð áhrif á alla í kringum mig. Allir syngjandi sælir og galsafengnir eins og kýrnar á vorin. Nenni ekki meira bloggi í bili. Og þó...er sammála pistlakonunni í Fréttablaðinu að það hefði nú átt að fá einhvern annan í kynlífsráðgjöf en Geir Ólafs...varla hægt að finna meiri perra en hann...greyið á svoldið bágt...hmmmm....ekki nóg með að hann haldi að hann sé besti söngvari íslandssögunnar heldur líka með stærsta typpið...hefur hann aldrei heyrt um það að stærðin skipti ekki máli....og lítil typpi lengjast mest...eða eins og minn ektamaki orðaði það... getur verið að þau lengist mest en aldrei nógu mikið....hmmm....
Comments:
Skrifa ummæli