<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, apríl 08, 2006

Það er nú svo langt síðan að ég bloggaði að ég var nánast búin að gleyma lykilorðinu. Sei, sei og svei. En það er bara einhver veginn allt í svo miklu lukkunar velstandi að ég hef enga löngun til að tjá mig, eða þannig. Hef reyndar ekki hugmynd um hvers vegna ég hef verið haldin þessari bloggleti en stundum grípur hún mann eins og hver önnur leti.
Hef svo sem ekkert merkilegt að tjá mig um so...en í dag er laugardagur og nú á sko að taka til hendinni, setja í nokkrar vélar, fara í gegnum fataskápinn og athuga hvaða sumarföt eru brúkleg á Kúbu, kíka í opið hús hjá stúlkunum mínum, sú yngst með hlaupabólu í hámarki. Það eru algjörlega lega búnar að koma sér vel fyrir í sætu íbúðinni sinni og litla Rakelin mín með sérherbergi með sitt fína dótarí. Já það væsir ekki um þær þessar elskur.
Og Snorri orðin ædolstjarna og algjörlega verðskuldað. Var hrifnust af Ínu alveg undir það síðasta en hvíti kóngurinn fékk atkvæðið mitt í gær.
Og Jánsinn minn að fara yfirum út af vinnunni og er svoldið mikið í eigin nafla og það er nú svo sem skiljanlegt þegar allt hangir í lausu lofti. Meira um það síðar kannski.
Og svo erum við ásamt Maríu og Arne á leið á Vox í kvöld að eta.
En það sem aðallega á hug minn þessa daga er kunnáttuleysi mitt í textum fyrir Kúbuferð en það kemur allt vonandi með góðum vilja og mínu minni. Fæ ekki háa einkunn fyrir mætingu í vetur, er bara eitthvað svo þreytt á þriðjudögum og hef ekki alveg verið að fá út úr æfingum það sem ég þarf en vonandi lagast þetta allt saman með vorinu og haustinu.
Annað sem á mér hvílir er þetta tannréttingavesen. Nú er ég búin að vera með þessar djöfl....spangir í heilt ár og verð bara að segja það að ég sé eiginlega engan mun og er ekki alveg sátt við þá leið sem tannsinn vill fara að rífa úr mér jaxla tvist og bast. Ég er búin að vera með þessar tönnslur í 40 ár og langar ekkert sérstaklega að þær verði algjörlega þráðbeinar eins og í hollívúddstjörnu. Vil bara hafa minn karakter tannlega séð og vil ekkert láta draga úr mér jaxla, en hvað á ég að gera....verð aðeins að hugsa þetta mál allt saman. Hefði bara átt að fá mér skrúfur og ekki vera að vesenast þetta að reyna að láta þessa tönnslu sem hefur hvílt uppí gómnum á mér langa lengi koma niður. Tekur allt of mikinn tíma og óþarfa óþægindi. Shit....
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter