<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, maí 13, 2006

Sit hér í vinnunni í blíðskaparveðri á laugardegi og ekkert að gera nema blogga. Var í gær á konukvöldi heima hjá Gunnu Ax ásamt nokkrum fleiri stelpum úr K-bekknum í Öldutúnsskóla. Og við erum allar svo ótrúlega krúttlega sætar og fínar stelpur að það hálfa væri nóg. Heilmikið spjallað og skrafað, borðuðum dásamlegan mat að hætti Gunnu, pasta með heimalöguðu pestói og í eftirrétt sykurbomba sem Gunna hristi út úr erminni. Alltaf gaman að hitta þessar stelpur sem maður er búin að þekkja síðan í 7. ára bekk. Og við breytumst heldur ekki neitt.
Fimmtugsafmæli í kvöld og síðan að sjá einhverja fagra danskroppa á morgun á Listahátíð með hele famelíen.
Langar til Köben að heimsækja Birnu og Ragnhildi. Annars ekkert títt...

mánudagur, maí 01, 2006

Verður maður nokkurn tímann samur eftir Kúbu. Held ekki. Enn ein dásemdarléttuferð að baki. Kúba með öllum sínum andstæðum og algjörlega ólík öllu öðru. Geymist í hjartanu um allan aldur.
Hiti og salsa og yndislegt mannlíf við undarlegar aðstæður í ríki Castros.
Fór í gær á yndislega tónleika hjá Domus Vox kórunum öllum saman og síðan að skoða nýja húsið þeirra. Hátt til lofts og vítt til veggja. Og síðan drukkum við Gunnsa eina tvö mohito að mínum hætti. Algjörlega jafngott og á Kúbu.
Og í dag er 1. maí um land allt eins og maðurinn sagði...
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter