laugardagur, maí 13, 2006
Sit hér í vinnunni í blíðskaparveðri á laugardegi og ekkert að gera nema blogga. Var í gær á konukvöldi heima hjá Gunnu Ax ásamt nokkrum fleiri stelpum úr K-bekknum í Öldutúnsskóla. Og við erum allar svo ótrúlega krúttlega sætar og fínar stelpur að það hálfa væri nóg. Heilmikið spjallað og skrafað, borðuðum dásamlegan mat að hætti Gunnu, pasta með heimalöguðu pestói og í eftirrétt sykurbomba sem Gunna hristi út úr erminni. Alltaf gaman að hitta þessar stelpur sem maður er búin að þekkja síðan í 7. ára bekk. Og við breytumst heldur ekki neitt.
Fimmtugsafmæli í kvöld og síðan að sjá einhverja fagra danskroppa á morgun á Listahátíð með hele famelíen.
Langar til Köben að heimsækja Birnu og Ragnhildi. Annars ekkert títt...
Fimmtugsafmæli í kvöld og síðan að sjá einhverja fagra danskroppa á morgun á Listahátíð með hele famelíen.
Langar til Köben að heimsækja Birnu og Ragnhildi. Annars ekkert títt...
Comments:
Skrifa ummæli