mánudagur, maí 01, 2006
Verður maður nokkurn tímann samur eftir Kúbu. Held ekki. Enn ein dásemdarléttuferð að baki. Kúba með öllum sínum andstæðum og algjörlega ólík öllu öðru. Geymist í hjartanu um allan aldur.
Hiti og salsa og yndislegt mannlíf við undarlegar aðstæður í ríki Castros.
Fór í gær á yndislega tónleika hjá Domus Vox kórunum öllum saman og síðan að skoða nýja húsið þeirra. Hátt til lofts og vítt til veggja. Og síðan drukkum við Gunnsa eina tvö mohito að mínum hætti. Algjörlega jafngott og á Kúbu.
Og í dag er 1. maí um land allt eins og maðurinn sagði...
Hiti og salsa og yndislegt mannlíf við undarlegar aðstæður í ríki Castros.
Fór í gær á yndislega tónleika hjá Domus Vox kórunum öllum saman og síðan að skoða nýja húsið þeirra. Hátt til lofts og vítt til veggja. Og síðan drukkum við Gunnsa eina tvö mohito að mínum hætti. Algjörlega jafngott og á Kúbu.
Og í dag er 1. maí um land allt eins og maðurinn sagði...
Comments:
Skrifa ummæli