<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, júní 25, 2006

Fyrst klukk frá Ömmu Jó þó ekki sé ég mikill bókaormur.

1. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig?

Las bækurnar um Hildu á Hóli ein sjö ár í röð. Beið alltaf spennt eftir þeim á hverjum jólum. Hvort þær hafa haft einhver áhrif á mig veit ég ekki, en trúlega einhver.

2. Hvernig bækur lestu helst?

Les sama sem ekkert, sofna alltaf ef ég opna bók, fletti stundum matreiðslubókum.

3. Hvaða bók lastu síðast?

Da Vinci lykilinn. Reyndar byrjaði ég á Móðir í hjáverkum (heitir hún kannsi kona í hjáverkum..allavega eitthvað í hjáverkum) á leið til Kúbu og gerði heiðarlega tilraun til að halda áfram með hana í Ölfusborgum en gafst upp. Algjörlega drepleiðinleg bók...

föstudagur, júní 23, 2006

Ég hef fengið hin undarlegustu komment síðustu daga. Stelpa í vinnunni spurði mig hvort varirnar á mér væru náttúrulegar, þ.e. hvort ég hefði fæðst með þær svona ógislega smart. Man reyndar vel eftir því þegar einhver ókunnugur maður starði á mig og spurði svo: "Blessað barn, (ég var sko 18) hvernig geturu borið allar þessar varir". Ég varð hálfhvumsa en stamaði út úr mér að þær hefðu nú bara alltaf verið þarna. Í gær og í dag hrósaði viðskiptavinur mér svo í hástert, vildi einungis tala við mig eftir að hafa talað við mig í síma og síðan í dag vantaði hann orð yfir þessa frábæru þjónustu, og allt hefði verið svo vel gert, meira að segja pappírinn vel valin hvað þá annað. Og í dag kom svo inn kona sem hafði verið flokkstjórinn minn þegar ég var í unglingavinnunni 14 ára, þekkti mig - ég hef greinilega ekkert breyst - og á leiðinni út snéri hún við og sagði: "Þú varst alveg einstaklega skemmtilegur unglingur!! What...Bíð spennt eftir því hvað gerist á morgun.
Fór annars á skemmtilega æfingu fyrir Hafnarhúsið á þriðjudaginn og svei mér Amma Jó ef ég skipti bara ekki um skoðun í dag. Og það er hægt að horfa á orkuveituauglýsinguna á orkuveituvefnum.....

sunnudagur, júní 18, 2006

Sautjándi dagur júnímánaðar liðinn án þess að ég kæmi mér einu sinni út úr húsi. Finnst dásamlegt að börnin mín séu orðin það stór að geta séð um að koma sér sjálf á Rútstún og ég þurfi ekki að bleyta á mér rassinn til að taka þátt í hátíðarhöldum dagsins. Var ekki búið að segja að það væri komið sumar??
Haukablaðið komið langt á veg þó enn vanti eitthvað í það. Vona bara að það komist í prentun áður en mótinu lýkur.
Mín kæra systir á landinu og á mánudaginn er stefnt á frænkuhittingu í Bling Bling í Keflavík. Það verður ábyggilega skemmtilegt að hitta allar þessar fínu frænkur sem ég á.
Miklar pælingar í mínum haus um kóraþátttöku næsta vetur. Er ekki kominn tími á að taka sér smápásu frá Léttum og prófa eitthvað annað. Veit ekki alveg hvað var að gerast síðasta vetur. Var ekki alveg að koma glöð og endurnærð af kóræfingum og var endalaust að bíða eftir kikkinu eftir kóræfingu þegar maður kemur heim uppfullur af orku og gleði og eiginlega engan veginn til í að fara að sofa. Var eiginlega bara meira þreytt og pirruð en hitt eftir þær æfingar sem ég druslaðist til að mæta á. Trúlegast er það bara ég en samt ekki bara það. Melti þetta í sumar og sé til hvað gerist á fyrstu æfingum eftir sumarfrí.
Og nú er að demba sér í smátiltekt...

fimmtudagur, júní 15, 2006

Búin að renna í gegnum bloggin og skoða myndir af börnum og brúðkaupum og hvaðeina. Gleður mann að heyra að Bimban er á heimleið eftir aðra mikla aðgerð og alltaf jafnstutt í húmorinn hjá henni. Og öll börnin stækka og stækka og fólk er enn að gifta sig. Og enn aðrir eignast skó...hmmm er ekki einhver sem vill gefa mér eitthvað af skóm nr. 39 sem eru tilgengnir og passlegir.
Held að ég hafi brotið á mér litlu tánna í vinnunni áðan allvega er hún blá og marin og aum, æ og ó. Og ég komin með helv....spangirnar aftur og á að fara í jaxlatöku 12. júlí, en fékk það í gegn með þvermóðskunni að það verður bara tekinn einn endajaxl en ekki fjórir jaxlar á víð og dreif um munnsan minn. Brjálað að gera í vinnunni og sumir kúnnar mjög mikið leiðinlegri en aðrir.
Var í Ölfusborgum í ausandi rigningu um helgina en dásamlegt samt. Ótrúlega notarlegt að geta hoppað ofan í heitan pott hvenær sem manni dettur í hug og ég get varla beðið eftir því að hlégerðispotturinn komist í gagnið. Hann er bara rétt ókominn í hús, en það er ýmislegt sem þarf að gera áður, setja hurð út úr þvottahúsinu og byggja heilan pall utan um hann og tengja við heitt og kalt vatn (geri það nú syngjandi eins og Orkuveituauglýsingin..jís...þvílík hörmungarauglýsing. Hvar er hugmyndaflugið hjá þessu auglýsingaliði) og svo auðvitað rafmagn (Orkuveitan enn og aftur).
Og Rúskan á leið í tannréttingar eins og mamman og allt útlit fyrir að Trínan þurfi eitthvað líka að fá slíka meðferð.
Sonurinn kominn með veiðidellu og á einhverju undanlegu hegðunarskeiði, uppfullur af einhverjum töffaragangi.
Og mín kæra systir er held ég á landinu þannig að ég þarf að finna góðan tíma til að hitta hana á milli söluferða hennar um landið að selja kerti.
Og fermingardagur Trínunnar verður 5. apríl svo nú þarf ég að bóka Rönkuna til landsins því hún er fastráðin í matseld fyrir fermingar hjá mér til ársins 2009.
Annars allskonar pælingar í gangi í mínum haus sem ég kem mér aldrei í að skrifa um...enda gleymi ég því orðið að ég á að heita virkur bloggari. Er eiginlega meira svona meðvirk á annarra bloggum...

laugardagur, júní 03, 2006

Ég er hreinlega hætt að muna eftir því að blogga. Er í örstuttu sumarfríi fram á miðvikudag og ætla að reyna að koma frá mér nokkrum verkefnum sem ég hef einhverra hluta vegna tekið að mér. Þarf að hrista eitt stykki fótboltamótsblað, cd cover og myndasafn fram úr erminni og á örugglega eftir að fara létt með það. Ætla meira að segja að nota indesign í umbrotið á blaðinu. Hef aldrei notað það en löngu kominn tími til.
Var að koma af Argentínu steikhúsi í heljarinnar veislu í boði Garðars framkvæmdastjóra hins nýja fyrirtækis Init sem Jánsinn minn er eigandi að. Hann er reyndar hangandi í hálfgerðu limbói, atvinnulaus fyrirtækjastofnandi...hmm..
Og búið að panta heitan pott í garðinn og það verður verkefni sumarsins að fá hann í gagnið. Fór víst aldrei að sjá fótafimu útlendingana daginn eftir léttulok...var eiginlega alvarlega lasin af þynnku þann daginn og gat bara alls ekki komið mér út úr húsi. Og nú eins og fyrri daginn vinn ég of mikið og of lengi...en ég er búin að bæta við heklaða dúkinn sem ég keypti á Kúbu og núna passar hann þetta líka fínt á hringborðið góða. Tók mig einhverja daga þar sem það tók nú bara daginn að komast einn hring enda borðið einn og áttatíu...
Heimsótti Maríu mína í gær að kíkja á fína drenginn hennar. Hann bræðið mann eiginlega litli karlinn sá....
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter