fimmtudagur, júní 15, 2006
Búin að renna í gegnum bloggin og skoða myndir af börnum og brúðkaupum og hvaðeina. Gleður mann að heyra að Bimban er á heimleið eftir aðra mikla aðgerð og alltaf jafnstutt í húmorinn hjá henni. Og öll börnin stækka og stækka og fólk er enn að gifta sig. Og enn aðrir eignast skó...hmmm er ekki einhver sem vill gefa mér eitthvað af skóm nr. 39 sem eru tilgengnir og passlegir.
Held að ég hafi brotið á mér litlu tánna í vinnunni áðan allvega er hún blá og marin og aum, æ og ó. Og ég komin með helv....spangirnar aftur og á að fara í jaxlatöku 12. júlí, en fékk það í gegn með þvermóðskunni að það verður bara tekinn einn endajaxl en ekki fjórir jaxlar á víð og dreif um munnsan minn. Brjálað að gera í vinnunni og sumir kúnnar mjög mikið leiðinlegri en aðrir.
Var í Ölfusborgum í ausandi rigningu um helgina en dásamlegt samt. Ótrúlega notarlegt að geta hoppað ofan í heitan pott hvenær sem manni dettur í hug og ég get varla beðið eftir því að hlégerðispotturinn komist í gagnið. Hann er bara rétt ókominn í hús, en það er ýmislegt sem þarf að gera áður, setja hurð út úr þvottahúsinu og byggja heilan pall utan um hann og tengja við heitt og kalt vatn (geri það nú syngjandi eins og Orkuveituauglýsingin..jís...þvílík hörmungarauglýsing. Hvar er hugmyndaflugið hjá þessu auglýsingaliði) og svo auðvitað rafmagn (Orkuveitan enn og aftur).
Og Rúskan á leið í tannréttingar eins og mamman og allt útlit fyrir að Trínan þurfi eitthvað líka að fá slíka meðferð.
Sonurinn kominn með veiðidellu og á einhverju undanlegu hegðunarskeiði, uppfullur af einhverjum töffaragangi.
Og mín kæra systir er held ég á landinu þannig að ég þarf að finna góðan tíma til að hitta hana á milli söluferða hennar um landið að selja kerti.
Og fermingardagur Trínunnar verður 5. apríl svo nú þarf ég að bóka Rönkuna til landsins því hún er fastráðin í matseld fyrir fermingar hjá mér til ársins 2009.
Annars allskonar pælingar í gangi í mínum haus sem ég kem mér aldrei í að skrifa um...enda gleymi ég því orðið að ég á að heita virkur bloggari. Er eiginlega meira svona meðvirk á annarra bloggum...