<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, júní 25, 2006

Fyrst klukk frá Ömmu Jó þó ekki sé ég mikill bókaormur.

1. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig?

Las bækurnar um Hildu á Hóli ein sjö ár í röð. Beið alltaf spennt eftir þeim á hverjum jólum. Hvort þær hafa haft einhver áhrif á mig veit ég ekki, en trúlega einhver.

2. Hvernig bækur lestu helst?

Les sama sem ekkert, sofna alltaf ef ég opna bók, fletti stundum matreiðslubókum.

3. Hvaða bók lastu síðast?

Da Vinci lykilinn. Reyndar byrjaði ég á Móðir í hjáverkum (heitir hún kannsi kona í hjáverkum..allavega eitthvað í hjáverkum) á leið til Kúbu og gerði heiðarlega tilraun til að halda áfram með hana í Ölfusborgum en gafst upp. Algjörlega drepleiðinleg bók...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter