föstudagur, júní 23, 2006
Ég hef fengið hin undarlegustu komment síðustu daga. Stelpa í vinnunni spurði mig hvort varirnar á mér væru náttúrulegar, þ.e. hvort ég hefði fæðst með þær svona ógislega smart. Man reyndar vel eftir því þegar einhver ókunnugur maður starði á mig og spurði svo: "Blessað barn, (ég var sko 18) hvernig geturu borið allar þessar varir". Ég varð hálfhvumsa en stamaði út úr mér að þær hefðu nú bara alltaf verið þarna. Í gær og í dag hrósaði viðskiptavinur mér svo í hástert, vildi einungis tala við mig eftir að hafa talað við mig í síma og síðan í dag vantaði hann orð yfir þessa frábæru þjónustu, og allt hefði verið svo vel gert, meira að segja pappírinn vel valin hvað þá annað. Og í dag kom svo inn kona sem hafði verið flokkstjórinn minn þegar ég var í unglingavinnunni 14 ára, þekkti mig - ég hef greinilega ekkert breyst - og á leiðinni út snéri hún við og sagði: "Þú varst alveg einstaklega skemmtilegur unglingur!! What...Bíð spennt eftir því hvað gerist á morgun.
Fór annars á skemmtilega æfingu fyrir Hafnarhúsið á þriðjudaginn og svei mér Amma Jó ef ég skipti bara ekki um skoðun í dag. Og það er hægt að horfa á orkuveituauglýsinguna á orkuveituvefnum.....
Fór annars á skemmtilega æfingu fyrir Hafnarhúsið á þriðjudaginn og svei mér Amma Jó ef ég skipti bara ekki um skoðun í dag. Og það er hægt að horfa á orkuveituauglýsinguna á orkuveituvefnum.....
Comments:
Skrifa ummæli