sunnudagur, júní 18, 2006
Sautjándi dagur júnímánaðar liðinn án þess að ég kæmi mér einu sinni út úr húsi. Finnst dásamlegt að börnin mín séu orðin það stór að geta séð um að koma sér sjálf á Rútstún og ég þurfi ekki að bleyta á mér rassinn til að taka þátt í hátíðarhöldum dagsins. Var ekki búið að segja að það væri komið sumar??
Haukablaðið komið langt á veg þó enn vanti eitthvað í það. Vona bara að það komist í prentun áður en mótinu lýkur.
Mín kæra systir á landinu og á mánudaginn er stefnt á frænkuhittingu í Bling Bling í Keflavík. Það verður ábyggilega skemmtilegt að hitta allar þessar fínu frænkur sem ég á.
Miklar pælingar í mínum haus um kóraþátttöku næsta vetur. Er ekki kominn tími á að taka sér smápásu frá Léttum og prófa eitthvað annað. Veit ekki alveg hvað var að gerast síðasta vetur. Var ekki alveg að koma glöð og endurnærð af kóræfingum og var endalaust að bíða eftir kikkinu eftir kóræfingu þegar maður kemur heim uppfullur af orku og gleði og eiginlega engan veginn til í að fara að sofa. Var eiginlega bara meira þreytt og pirruð en hitt eftir þær æfingar sem ég druslaðist til að mæta á. Trúlegast er það bara ég en samt ekki bara það. Melti þetta í sumar og sé til hvað gerist á fyrstu æfingum eftir sumarfrí.
Og nú er að demba sér í smátiltekt...
Haukablaðið komið langt á veg þó enn vanti eitthvað í það. Vona bara að það komist í prentun áður en mótinu lýkur.
Mín kæra systir á landinu og á mánudaginn er stefnt á frænkuhittingu í Bling Bling í Keflavík. Það verður ábyggilega skemmtilegt að hitta allar þessar fínu frænkur sem ég á.
Miklar pælingar í mínum haus um kóraþátttöku næsta vetur. Er ekki kominn tími á að taka sér smápásu frá Léttum og prófa eitthvað annað. Veit ekki alveg hvað var að gerast síðasta vetur. Var ekki alveg að koma glöð og endurnærð af kóræfingum og var endalaust að bíða eftir kikkinu eftir kóræfingu þegar maður kemur heim uppfullur af orku og gleði og eiginlega engan veginn til í að fara að sofa. Var eiginlega bara meira þreytt og pirruð en hitt eftir þær æfingar sem ég druslaðist til að mæta á. Trúlegast er það bara ég en samt ekki bara það. Melti þetta í sumar og sé til hvað gerist á fyrstu æfingum eftir sumarfrí.
Og nú er að demba sér í smátiltekt...
Comments:
Skrifa ummæli