<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júlí 19, 2006

Það er loksins komið sumar og sól í heiði skín. Og ég ætlaði að vera svo vitur að taka sumarfrí í góðu veðri og á morgun og föstudaginn og mánudaginn og þriðjudaginn ætlaði ég að vera í fríi. En svo er mugginn veikur og kemur ekki á morgun og ég hef bara ekki brjóst í mér að láta drengina vera tvo í vinnunni svo við sjáum hvað setur með föstudaginn.
Sonur minn búinn ásamt pabbanum að reisa einbýlishús í ösp hér í garðinum og stefnir á að flytja inn fljótlega. Ógislega krúttlegt hús og á örugglega eftir að vera enn betra. Jánsinn stopp í pottamálum og bíður eftir sögurum sem eiga að saga gat í vegginn fyrir hurðinni úr þvottahúsinu út í garð. Vonandi að þetta fari að ganga eitthvað og pottur komist í gagnið fyrir haustjafndægur.
Er reyndar búin að vera undanfarna daga með pestina frá ömmustúlkunni minni en nenni engan veginn að liggja í bælinu og er bara betur sett í vinnunni.
María og slegt á leið til Spánar í tvær vikur og ég verð að segja að ég er komin með dálitla útþrá. Ætlum reyndar að skreppa í sumarbústaðarheimsókn til Hrundar og Di á laugardaginn og tjalda kannski undir jökli og aldrei að vita nema við lengjum það eitthvað og förum vestar. Látum það bara ráðast.
Og hvernig er það...eru allir á leið til Tyrklands með ömmu Jó...

laugardagur, júlí 15, 2006

Er hugsanlegt að það sé til meiri rigning en komið hefur úr skýjunum undanfarna mánuði hér á þessu guðsvolaða landi. Mér er löngu hætt að finnast rigningin góð og er líka nánast búin að gleyma því hvernig sólin lítur út. Ég er er samt ekki á því að gefast upp og hella mér á internetið að leita að tilboðum til sólarlanda enda standa þær ferðir víst ekkert lengur til boða fyrir hinn seinheppna íslending. Við fengum sex rigningalausa daga í júní og mér sýnist útlitið vera slíkt hið sama fyrir júlímánuð. Reyndar erum við léttur með afbrigðum heppnar því eina helgin sem ekki hefur rignt í júlí var síðasta helgi og það var okkar útileguhelgi. Dásamlegt helgi í sól og blíðu á Rangárbökkum með rúmlega 30 léttum, viðhengjum, börnum og barnabörnum, alls held ég um 85 manns. Hefði mátt halda að til stæði að kvikmynda athæfið. Reyndar svaf nú minnihlutinn í tjöldum, tjaldvögnum, fellihýsum eða hjólhýsum. Mengið af liðingu hreiðraði um sig í kofum á árbakkanum. Mér skilst að við hjónakornin ásamt buru höfum verið í einu af sjö TJÖLDUM á svæðinu. En skemmtilegasta útilega þó eitthvað hafi verið of mikið sett ofan í sig af vínanda á laugardagskvöldinu en hver er að fást um það.
Lentum svo ásamt Maríu og Arne, Jónu og Sigga í biðröðinni út úr bænum á sunnudeginum en vorum svo heppin að María bauð okkur í sumarbústað foreldar sinna í Vaðnesinu og þar var horft á leikinn, farið í heita pottinn, sauna og sturtu, grillað og tjillað og farið í bæinn þegar allir hinir voru búnir að kúldrast í biðröð í tvö tíma eða meira.
Og þessa helgina er svo gospellinn í Galtalæk í grenjandi rigningu, æ, æ. Ætlaði svo sannarlega að fara en bara var ekki í neinu stuði og var meira að segja búin að lofa mér í partý í gærkvöldi með vinnunni. En í gærmorgun hringdi Hrund, Rakelin lasin og hún fékk að vera hjá ömmunni. Er nefnilega í nokkra daga sumarfríi sökum jaxlatöku á miðvikudaginn sem gekk vonum framar þó ég hefði svoldið á tilfinningunni að verið væri að mölva í mér höfuðbeinin þegar verið var að losa þennan blessaða endajaxl. Og svo var ömmustúlkan mín hér áfram og sofnaði á sínum tíma klukkan átta og bara hin hressasta. Um hálfellefu var hringt og spurt hvort ég væri ekki á leið í partý. Halló mín algjörlega búin að gleyma þessu partíi. Var að hugsa um að fá stelpurnar til að sofa uppi hjá Rakel svo ég gæti skellt mér í partý en svo rumskaði hún og þegar ég horfði á hana hálfsofandi í rúminu sínum bara gat ég ekki farið. Hún er svo mikil snúlla þessi elska, algjörlega bræðið ömmuhjartað. Svo var hún komin með hita undir morgun og var ósköp stutt.
En nú nenni ég ekki að skrifa meira, ætla að hlusta aðeins á Jeff Who?????......

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Minn gamli góði gráni þ.e. Speisvagninn kominn á haugana og á hlaðinu er nú nánast flunkunýr Suzuki "JEPPI" og ég sem hafði heitið því að fá mér aldrei jeppa. En það var líka Jánsinn sem keypti þennan grip með leðursætum og velmegunarkrók og alles svo nú er ekki til setunnar boðið því um helgina verður hægt að storma í útilegu létta. Talandi um léttur þá var aldeilis yndirlegt að syngja með þeim þegar lög um örlítið meira jafnrétti til handa samkynhneigðum var lögleitt hér í landi. Síðan þá er ég búin að vera með lagið Ég er það sem ég er á heilanum og bara allt í lagi með það. Svo lengi sem það er ekki hróðmar og myrkrið í kringum mig.
Skemmtilegur laugardagur hér í gerðinu með nokkrum léttum líka, borðað yfir sig og drukkið mátulega. Og aloaveradjúsinn kominn í hús og líka dásamlega krúttaralegt gullveski frá Ítalíu sem Stína stuð keypti fyrir mig. Hún kemur þaðan brún og sælleg. Annað en að vera kríthvítur hér í rigningunni sem virðist engan enda ætla að taka.
Haukablað alveg að detta í prentun og nánast hægt að segja að það sé rólegt í vinnunni. Annars bara allt við það sama er það ekki bara...
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter